Chat with us, powered by LiveChat

VAFRAKÖKUR OG ÖRYGGI

VAFRAKÖKUR OG ÖRYGGI

Vafrakökur (e. cookies) eru litlar textaskrár sem vistaðar eru í tölvunni þinni, eða öðru snjalltæki, þegar þú heimsækir vefsvæði í fyrsta skipti.

Til eru mismunandi tegundir af vafrakökum sumar eru nauðsynlegar til að tryggja virkni vefsíðna, aðrar eru notaðar til greiningar á notkun vefsíðna og enn aðrar eru notaðar til greiningar í markaðsskyni.

Félagsbústaðir nota einungis vafrakökur til að gera notendaupplifun sem besta og greina notkun á vefsvæðinu til þess að geta aðlagað vefinn að þörfum notenda hans.

GOOGLE ANALYTICS

Félagsbústaðir nota Google Analytics til vef­mæl­inga á vefnum. Við hverja komu inn á vefinn eru nokkur atriði skráð, svo sem tími og dagsetning, leitarorð, frá hvaða vef er komið og gerð vafra og stýrikerfis. Engum frekari upplýsingum er safnað og ekki er gerð tilraun til að tengja slíkar upplýsingar við persónugreinanlegar upplýsingar.

NETSPJALL

Á Felagsbustadir.is er hægt að hafa sam­band við okkur í gegnum net­spjall. Sem hluti af því að veita betri þjón­ustu eigum við það til að hefja net­spjall við not­endur vefs­ins af okkar frum­kvæði ef við teljum okkur geta aðstoðað. Not­endur vefs­ins þurfa þó ekki að svara þeim skilaboðum frekar en þeir vilja og geta alltaf hafið net­spjall þegar þeim hentar. Þegar einstaklingur nýtir sér netspjallið er boðið upp á að skrá netfang og nafn. Vefspjallið er aðeins ætlað fyrir almennar fyrirspurnir og ekki sem vettvangur til að deila persónulegum upplýsingum. Þjónustufulltrúi sér hvað þú skrifar áður en þú sendir textann.

TÖLVUPÓSTUR (HAFA SAMBAND FORM)

Hægt er að hafa samband við okkur gegnum hafa samband form á vefnum varðandi ýmis málefni. Til að senda slíkan póst þarf að gefa upp nafn, netfang, síma og heimilisfang ásamt skilaboðum. Póstur er sendur beint á netfang Félagsbústaða og er ekki vistað af­rit af upp­lýs­ingum í sjálfu vef­um­sjón­ar­kerf­inu. Tölvupósturinn er aðeins ætlaður fyrir almennar fyrirspurnir og athugasemdir og ekki sem vettvangur til að deila persónulegum upplýsingum.

Við leit­umst eftir fremsta megni við að tryggja að allar upp­lýs­ingar á vefsvæðum okkar séu réttar. Ekki er þó alltaf hægt að ábyrgj­ast að svo sé og á það sama við um til­vís­anir á efni utan okkar vefsvæðis.

Hægt er að slökkva á þeim vafrakökum sem ekki eru nauðsynlegar til að tryggja virkni vefsvæðisins. Það er gert með því að breyta stillingum í vafranum.

What are you looking for?