Spurt og svarað​

Svör við algengustu spurningum sem okkur berast

Hafðu samband

Ég fékk bréf frá Motus, hvað þýðir það?

Motus sér um að innheimta leigu sem komin er í vanskil fyrir Félagsbústaði.

Ef þú greiðir ekki á eindaga er send innheimtuviðvörun 7 dögum frá eindaga húsaleigu. Þá bætist einnig við kostnaður kr. 944.-.

Ef húsaleiga er enn ógreidd 30 dögum eftir eindaga fer leigukrafa í milliinnheimtu til Motus. Þar er greiðanda gefinn 7 daga frestur til þess að ganga frá greiðslu eða samkomulagi. Sé ekki brugðist við innheimtuviðvörun getur útburðarferli tekið við ásamt auknum innheimtukostnaði. Nánari upplýsingar má nálgast á greiðendavef Motus, Ekki gera ekki neitt. Í Motus er eftir fremsta megni komist til móts við greiðendur og fundnar lausnir sem stuðla að farsælli áframhaldandi búsetu. 

Að hverju ertu að leita?