Miðstöðvar Reykjavíkurborgar taka á móti umsóknum um leiguhúsnæði Félagsbústaða, gjarnan rafrænt í gegnum mínar síður.
Til þess að geta sótt um leiguhúsnæði þarf viðkomandi m.a. að:
- vera orðinn 18 ára á umsóknardegi eða 67 ára ef sótt er um þjónustuíbúð aldraðra.
- vera undir ákveðnum eigna- og tekjumörkum eða vera með staðfesta fötlunargreiningu eða þjónustuþörf.
- Hafi umsækjandi tímabundið dvalarleyfi er skilyrði að gildistími dvalarleyfisins sé að lágmarki 12 mánuðir.
Umsóknir eru metnar samkvæmt ákveðnum matsviðmiðum sem skilgreind eru í reglum Reykjavíkurborgar um félagslegt leiguhúsnæði. Fullnægi umsækjandi skilyrðum raðast umsóknir í forgangsröð með hliðsjón af faglegu mati ráðgjafa og úthlutunarteymis ásamt niðurstöðu stigagjafar samkvæmt matsviðmiðum.
Við forgangsröðun umsókna um húsnæði fyrir fatlað fólk og umsókna um húsnæði fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir er tekið mið af þjónustuþörf umsækjanda við mat á því hvaða húsnæði henti viðkomandi.