Hafir þú fengið úthlutað íbúð hefur þú samband við þjónustuborð til þess að fá að skoða íbúðina.
Þegar þú hefur fengið úthlutað húsnæði skaltu hafa samband við þjónustuborð Félagsbústaða í síma 520-1500, á netspjallinu eða í tölvupósti.
Þjónusturáðgjafar taka niður símanúmerið og netfangið þitt og bóka með þér tíma í sýningu íbúðar. Þú hittir svo umsjónarmann íbúðarinnar í íbúðinni í samræmi við tímabókun.
Eftir að þú ert búin að skoða íbúðina þarftu að láta félagsráðgjafa í þinni miðstöð og þjónustuborð Félagsbústaða vita að íbúð sé tekið og bóka tíma í leigusamning hjá Félagsbústöðum. Oftast er hægt að koma í samning næsta virka dag.
Mánudagar - fimmtudagar
09:00-15:00
Föstudagar
09:00-14:00
Lokað um helgar