Chat with us, powered by LiveChat

Gjaldskrá

Gjaldskrá Félagsbústaða byggir annars vegar á heimild í leigusamningi félagsins og 4. mgr. 19. gr. laga nr. 52/2016, um almennar íbúðir. Gjaldskrá þessi gildir frá 1.janúar 2024.

Milliflutningsgjald
Einskiptisgjald: 30.000 kr.
Daggjald: 3.000 kr.

Milliflutningsgjald er gjald sem reiknast við milliflutning milli íbúða. Milliflutningsgjald
skiptist í einskiptisgjald, kr. 30.000, sem bætist við fyrsta mánuð í leigu og er lagt á við
undirritun leigusamnings og daggjald, kr. 3.000, fyrir hvern dag sem leigjandi er með fyrri íbúð
þar til henni er skilað. Daggjald reiknast frá öðrum degi, sem þýðir að undirriti leigjandi
samning um nýja íbúð á mánudegi getur leigjandi skilað íbúð á þriðjudegi án daggjalds en skili
hann á miðvikudegi reiknast daggjald upp á kr. 3.000 og heildar milliflutningsgjald verður því kr. 33.000. Leigjendur eiga þess kost að dreifa gjaldinu á allt að sex mánuði.

Greiðslugjald
Greiðslugjald: 200 kr.
Greiðslugjald eða seðilgjald er gjald sem greitt er vegna bankakostnaðar við stofnun reikninga
vegna húsaleigu og annars kostnaðar við hið leigða húsnæði í heimabanka.

Póstburðargjald
Póstburðargjald: 290 kr.
Reikningar vegna innheimtu húsaleigu eru rafrænir og berast í heimabanka greiðanda. Óski
greiðandi sérstaklega eftir að fá reikninga senda í bréfpósti er lagt á póstburðargjald.

Fruminnheimtugjald/innheimtuviðvörun
Innheimtuviðvörun: 944 kr.
Með fruminnheimtu er átt við innheimtuviðvörun vegna gjaldfallinnar kröfu. Innheimtuviðvörun er send skuldara 7 dögum eftir eindaga vegna vangoldinna leigureikninga.

Gjöld við skil íbúða
Lyklagjald: 15.000 kr.
Skila þarf a.m.k. einum lykli að öllum hurðum þ.e. inngangshurð, sameign, geymslu, póstkassa
og ruslageymslu (ef við á). Lyklagjald er innheimt ef einn eða fleiri lykla vantar.

Þrifagjald: 85.000 kr.
Félagsbústaðir gera kröfur um þrif á íbúð áður en lyklum er skilað. Þrif þurfa að fela í sér að
gólf eru skúruð, innréttingar í eldhúsi, baðherbergi og þvottahúsi (ef við á) eru þrifnar (allir
skápar og skúffur, bakaraofn og vifta), sturta og baðkar þrifin, fataskápar þrifnir og strokið af
veggjum. Sópa þarf af svölum og strjúka af hillum í geymslu (ef við á) og þrífa gólf. Ef þrifum er
ábótavant er þrifagjald innheimt eftir skil íbúðar. Gjaldinu er ætlað að koma til móts við þann
kostnað sem fellur til við alhliða hreingerningu framkvæmda af fagaðila. Ef munir eru skildir
eftir í íbúð er kostnaður við rýmingu og förgun innheimtur skv. útlögðum kostnaði.

Öryggishnappar
Mánaðargjald öryggishnapps: 2.200 kr.
Félagsbústaðir útvega leigjendum í þjónustuíbúðum aldraðra öryggishnapp. Gjaldið er
innheimt með hússjóði.

Þjónustugjald
Fyrir hönd Reykjavíkurborgar innheimta Félagsbústaðir með leigugreiðslum þjónustugjald vegna þjónustuíbúða aldraðra. Innifalið í þjónustugjöldum er sólarhringsvakt, öryggiskerfi, stjórnunar- og skrifstofuhald auk þrifa á sameign og aðstöðu í setustofu. Þjónustugjald er innheimt mánaðarlega. Sjá nánar gjaldskrá.

Að hverju ertu að leita?