Reikningar vegna leigunnar berast mánaðarlega í heimabanka. Sundurliðaður greiðsluseðill birtist í rafrænum skjölum.
Gjalddagi húsaleigu er 1. hvers mánaðar og eindagi er á öðrum virkum degi hvers mánaðar. Sundurliðaður reikningur er sendur í heimabanka. Athugið að greiðsluseðill er ekki sendur í bréfpósti.
Á greiðsluseðli kemur fram fjárhæð leigu hvers mánaðar, hússjóðsgjöld, hiti og rafmagn eftir því sem við á. Þar að auki upplýsingar um húsnæðisbætur og sérstakan húsnæðisstuðning sem greiðist til Félagsbústaða og eru til frádráttar á leigunni, hafir þú sótt um slíkt og uppfyllir skilyrði.
Ef þú greiðir ekki á eindaga er send innheimtuviðvörun 7 dögum frá eindaga húsaleigu. Þá bætist einnig við kostnaður kr. 944.-.
Ef húsaleiga er enn ógreidd 30 dögum eftir eindaga fer leigukrafa í milliinnheimtu til Motus. Þar er greiðanda gefinn 7 daga frestur til þess að ganga frá greiðslu eða samkomulagi. Sé ekki brugðist við innheimtuviðvörun getur útburðarferli tekið við ásamt auknum innheimtukostnaði. Nánari upplýsingar má nálgast á greiðendavef Motus, Ekki gera ekki neitt. Í Motus er eftir fremsta megni komist til móts við greiðendur og fundnar lausnir sem stuðla að farsælli áframhaldandi búsetu.
Mánudagar - fimmtudagar
09:00-15:00
Föstudagar
09:00-14:00
Lokað um helgar