Húsfundir

Félagsbústaðir eru aðilar að um 1300 húsfélögum um alla Reykjavík. Við hvetjum húsfélög til að boða leigjendur okkar á húsfundi og virkja þá til þátttöku í samfélagi stigagangsins eða hússins. Almennt erum við hlynnt framkvæmdum sem eru til bóta og styðjum allt fyrirbyggjandi viðhald.

Félagsbústaðir senda almennt ekki fulltrúa frá félaginu á húsfundi nema í tilvikum þar sem félagið á margar íbúðir eða þar sem stórar og kostnaðarsamar framkvæmdir liggja til samþykktar. Félagsbústaðir fylgja í flestum tilvikum meirihluta greiddra atkvæða um ákvarðanir sem teknar eru á húsfundum. Sé þörf á umboði til ákvarðanatöku, skriflegs samþykkis vegna framkvæmda, gjaldkeraskipta eða eignaskiptayfirlýsinga endilega hafið samband við okkur og við komum málinu í ferli.

Almennt séð eru Félagsbústaðir hlynntir framkvæmdum sem eru til bóta og við hvetjum til alls fyrirbyggjandi viðhalds.

Við vekjum athygli á því að leigjendum okkar er heimilt að sitja húsfundi. Leigjendur hafa þar málfrelsi en hafa hvorki tillögu- né atkvæðisrétt, nema það liggi fyrir umboð frá okkur og er þá á umboði tilgreint til hvaða þátta eða fundar það nær. Við hvetjum húsfélög að boða leigjendur á húsfundi og virkja þá til þátttöku í samfélagi stigagangsins eða hússins. Við hvetjum húsfélög einnig til að bjóða leigjendum inn í Facebook-hópa eða önnur rafræn samfélög.

Að hverju ertu að leita?