Chat with us, powered by LiveChat

Umgengni og sameignarskyldur

Mikilvægt er að íbúar í fjölbýlishúsum, hvort sem um er að ræða leigjendur eða eigendur, sýni hvor öðru tillit og virðingu og gæti þess að fylgja húsreglum á hverjum stað.

Stjórn í húsfélagi leggur umgengnisreglur, oft kallaðar húsreglur, til samþykktar á húsfundi. Húsreglur ná yfir umgengni um sameign, afnot hennar og hagnýtingu, skiptingu afnota sameiginlegs þvottahúss, reglur um afnot sameiginlegra bílastæða og reglur um hunda- og kattahald. Í húsreglum er oftast lagt bann við röskun á svefnfriði í húsinu a.m.k. frá kl.22 að kvöldi til kl. 8 að morgni. Einnig tilgreina húsreglur hvernig þrifum sameignar og umhirðu lóðar skuli háttað og hverjar séu skyldur eigenda í því efni. Almennt gildir að íbúar í fjölbýlishúsi skulu gæta þess sérstaklega í umgengni sinni að valda ekki öðrum í húsinu óþægindum eða ónæði, sýni hvor öðru tillit og virðingu.

Félagsbústaðir leggja áherslu á leigjendur séu þátttakendur í samfélagi hússins sem þeir búa í og að þeir þekki og fylgi húsreglum eins og aðrir íbúar. Ef íbúar hússins hafa kosið að skipta þrifum á sameign á milli sín skal leigjandi Félagsbústaða taka þátt í því fyrirkomulagi og er mikilvægt að bæði Félagsbústaðir og leigjandinn séu upplýst um það. Einnig á leigjandi að taka þátt í sameiginlegum þrifadögum í garði og á lóð, sem oft eru haldnir árlega, og  er mikilvægt að stjórn húsfélags upplýsi leigjandann um það.

Komi upp samskiptavandi sem snýr að okkar leigjendum hvetjum við húsfélög og nágranna til samtals beint við leigjandann en ef þörf er á er alltaf hægt að ræða málið við okkur með símtali eða tölvupósti og gerum við okkar besta til að tryggja farsæla sambúð.

Að hverju ertu að leita?