Chat with us, powered by LiveChat

Innheimta og tryggingar

Mikilvægt er að standa rétt að innheimtu kostnaðar vegna framkvæmda í húsfélögum. Gott er að nýta þjónustu fyrirtækja sem sérhæfa sig í húsfélagaþjónustu til að einfalda utanumhald.

Þegar innheimt er vegna framkvæmda sem standa yfir er mikilvægt að ákveðin gögn liggi fyrir eins og fundargerð með samþykkt á framkvæmdum, heildarreikningur frá verktaka og/eða samþykkt tilboð og greiðsluáætlun. Ef húsfélög senda ekki kröfuna til innheimtu í gegnum banka heldur vilja að greitt verði beint inná reikning húsfélagsins, þarf að fylla út svokallað endurkröfueyðublað. Þar skal koma fram heimilisfang og kennitala húsfélags auk tengiliðaupplýsinga við gjaldkera. Fylla þarf út ástæðu kröfu sem og heildarkostnað og hlutfall Félagsbústaða í framkvæmdinni og senda  ásamt fylgigögnum á felagsbustadir@felagsbustadir.is 

Húsfélögum ber lagaleg skylda til þess að endurgreiða eigendum virðisaukaskatt af vinnu í kjölfar framkvæmda. Til að endurgreiða Félagsbústöðum óskum við eftir að lagt sé inn á reikning 527-26-518, kt. 510497-2799 og senda okkur kvittun með heimilisfangi húsfélags.

Við hvetjum húsfélög til þess að kaupa sameiginlega húseigandatryggingu fyrir húsfélagið sem nær til allra íbúða í húsinu fremur en að íbúar í hverri íbúð kaupi húseigendatryggingu fyrir sig. Húseigendatrygging nær til tjóns tengt byggingunni sjálfri og naglfastra hluta sem teljast fylgifé húsnæðis.

Athugið að allt innbú og lausamunir eru tryggðir með innbústryggingu einstaklinga.

Að hverju ertu að leita?