Spurt og svarað​

Svör við algengustu spurningum sem okkur berast

Hafðu samband

Ég fékk senda aðvörun, hvað þýðir það?

Aðvaranir eru sendar leigjendum í kjölfar alvarlegra brota á húsreglum. Þegar við sendum aðvörun erum við í sambandi við félagsráðgjafa og/eða aðra stuðningsaðila sem koma að máli viðkomandi leigjanda og leggjum alltaf áherslu á að veita leigjanda tækifæri til að bæta hegðun sína. Við ítrekuð og alvarleg brot á húsreglum getur komið til afturköllunar á stjórnvaldsákvörðunar, riftunar húsaleigusamnings og að óskað eftir að íbúðin verði rýmd innan tiltekins frests. Í einhverjum tilvikum getur komið til útburðar. 

Hafir þú fengið aðvörun skaltu fara vel yfir efni hennar og taka tillit til þess sem þar kemur fram. Endilega hafðu samband ef eitthvað er óljóst. 

Að hverju ertu að leita?