Framleiga íbúða Félagsbústaða til ferðamanna eða annarra aðila, til lengri eða skemmri tíma, að hluta til eða í heild, er með öllu óheimil samkvæmt ákvæðum leigusamninga og ákvæðum húsaleigulaga. Slík framleiga samræmist heldur ekki tilgangi hinnar félagslegu aðstoðar sem liggur að baki öllum leigusamningum Félagsbústaða. Búast má við tafarlausri riftun samninga við broti á þessu banni.