Spurt og svarað​

Svör við algengustu spurningum sem okkur berast

Hafðu samband

Hvernig fara skil á íbúðum fram við andlát leigjanda?

Vinsamlega láttu okkur vita símleiðis um andlát eins fljótt og mögulegt er og hvenær megi eiga von á því að íbúðinni verði skilað.

Almennt er þriggja mánaða uppsagnarfrestur á leigu en við reynum eftir fremsta megni að vera sveigjanleg og koma til móts við aðstandendur við skil á íbúðum við andlát. Leiga er greidd fyrir þann mánuð sem lyklum er skilað á skrifstofu Félagsbústaða.

Formleg skil eiga sér stað á skrifstofunni okkar þar sem þú fyllir út skilablað með helstu upplýsingum, undirritar og afhendir lyklana að íbúðinni. Mikilvægt er að íbúðin sé tæmd alveg og þrifin áður en henni er skilað, annars geta aðstandendur átt von á því að krafa verði gerð í dánarbúið um kostnað sem hlýst af tæmingu og þrifum. Sjá nánari upplýsingar um frágang við skil íbúða hér.

Að hverju ertu að leita?