Umgengni í sameignum fjölbýlishúsa er sameiginleg ábyrgð íbúa. Í húsreglum segir að ekki skuli skilja eftir drasl í sameign, t.d. á stigaganginum. Það er mikilvægt að íbúar hjálpist að við að leiðbeina hvort öðru og vinna saman að því að halda sameign snyrtilegri. Hafi umleitanir íbúa ekki skilað árangri og sé umgengni mjög slæm biðjum við þig að tilkynna það til okkar í síma 520-1500 eða í tölvupósti.