Við brot á húsreglum fær leigjandi skriflega aðvörun. Brjóti leigjandi húsreglur ítrekað getur það leitt til afturköllunar stjórnvaldsákvörðunar og riftunar húsaleigusamnings þar sem krafist er að íbúðin verði rýmd innan tiltekins frests. Ef leigjandi fer ekki sjálfviljugur úr húsnæðinu eftir riftun þarf dómsúrskurð og milligöngu sýslumanns til að rýma húsnæðið.