Spurt og svarað​

Svör við algengustu spurningum sem okkur berast

Hafðu samband

Hvert skal leita vegna framkvæmda á vegum húsfélags þar sem Félagsbústaðir eru í minnihluta?

Ef þú ert í forsvari fyrir húsfélag þar sem Félagsbústaðir á íbúð og framkvæmdir eru fyrirhugaðar skaltu senda okkur póst. Oftast nær fylgjum við meirihluta þegar kemur að samþykki fyrir endurbótum og framkvæmdum á sameign. Ef húsfélag stendur fyrir endurbótum og framkvæmdum við hverja íbúð fyrir sig skal þó senda okkur upplýsingar um verklýsingu og kostnað í tölvupósti áður en framkvæmdir hefjast. Í framhaldi af því sendum við svar til baka.

Allar upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir og fundarboð vegna húsfunda óskast sendar í tölvupósti.

Að hverju ertu að leita?