Spurt og svarað​

Svör við algengustu spurningum sem okkur berast

Hafðu samband

Hvaða persónuupplýsingum safna Félagsbústaðir um þig?

Félagsbústaðir leggja áherslu á að vinna einungis þær persónuupplýsingar sem nauðsynlegar eru í samræmi við þann tilgang sem liggur að baki söfnun upplýsinganna. Ólíkum persónuupplýsingum kann að vera safnað eftir því hvort þú ert sjálf/-ur í samskiptum við félagið eða hvort samskiptin eru fyrir hönd lögaðila. Vinnsla persónuupplýsinga fer samkvæmt framangreindu eftir eðlis þess sambands sem þú átt við Félagsbústaði.

Félagsbústaðir vinna, eins og við á hverju sinni,  einkum eftirfarandi persónuupplýsingar:

  • auðkennis- og samskiptaupplýsingar, s.s. nafn og kennitölu, heimilisfang, tölvupóst og símanúmer,
  • upplýsingar um tengsl einstaklinga við lögaðila sem eru í viðskiptasambandi við félagið, s.s. starfstitill og vinnustaður,
  • samskiptasaga, s.s. upplýsingar úr samskiptum sem þú velur að eiga við okkur, s.s. bréf, tölvupóstar, skilaboð í gegnum vefviðmót eða önnur samskipti,
  • greiðslu- og fjárhagsupplýsingar um einstaklinga sem eiga í leigu- eða viðskiptasambandi við félagið, s.s. upplýsingar um bankareikninga, virðisaukaskattsnúmer og dagsetningar á framkvæmdum eða mótteknum greiðslum og eftir atvikum vanskil,
  • tæknilegar upplýsingar, s.s. IP tölu,
  • stafræn fótspor, s.s. nethegðun,
  • myndefni úr upptökum öryggismyndavéla í og við skrifstofur okkar sem og við leiguhúsnæði og þjónustuíbúðir okkar.

Félagsbústaðir vinna persónuupplýsingar sem flokkast sem viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögunum, s.s. félagsleg- og heilsufarsleg málefni einstaklinga.

Að hverju ertu að leita?