Þú sækir um milliflutning hjá viðeigandi miðstöð. Öllum spurningum um milliflutninga og um biðtíma fyrir flutningi í aðra íbúð skal beina til Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar eða í miðstöðina þína.
Hafi milliflutningur verið samþykktur og þú fengið úthlutað annarri íbúð tekur við sambærilegt ferli og þú fórst í gegnum þegar þú fékkst fyrst úthlutað íbúð. Þú skalt hringja í okkur og fá tíma í að skoða nýju íbúðina þína. Ef þú ert samþykk/ur nýju íbúðinni færðu bókaðan tíma í undirritun leigusamnings. Við milliflutning er mikilvægt að breyta lögheimili hið fyrsta sem og endurnýja umsóknir um húsnæðisbætur og sérstakan húsnæðisstuðning í samræmi við nýtt heimilisfang.
Um milliflutninga gilda gjöld. Gjöldin samanstanda annarsvegar af 30.000 króna einskiptisgjaldi og hinsvegar daggjaldi sem reiknast fyrir hvern dag sem þú ert enn með fyrri íbúð eftir að hafa undirritað samning um nýja íbúð.