Almennt heimila Félagsbústaðir dýrahald í eignum sínum, en það er þó alltaf háð samþykki annarra íbúa í viðkomandi stigagangi og húsfélagi eignarinnar. Nauðsynlegt er að fá skriflegt samþykki frá 2/3 hluta íbúa í stigaganginum áður en þú færð þér dýr.
Hafir þú fengið leyfi hjá öðrum íbúum í stigaganginum er nauðsynlegt að sækja um leyfi fyrir dýrinu og skrá hjá Reykjavíkurborg. Sjá nánari upplýsingar um hundahald og kattahald.
Í kjölfarið verður þú að passa það vel að dýrið þitt valdi ekki hættu, óþægindum eða óþrifnaði, né raski ró nágranna þinna. Hundaeigendur verða að fjarlægja skít eftir hundinn jafnóðum og ala hundinn upp þannig að hann gelti ekki þegar hann er einn heima. Hundar mega heldur ekki vera lausir í sameign eða á lóð og verða að vera í bandi þegar þeir eru að koma eða fara frá íbúð.