Félagsbústaðir vinna persónuupplýsingar einkum í þeim tilgangi að:
- geta átt í samskiptum einstaklinga sem eru leigutakar hjá félaginu eða eru í forsvari fyrir lögaðila sem eru í viðskiptasambandi við félagið
- kanna hvort viðmiðum sé mætt áður en leiguíbúð er úthlutað
- geta gert og efnt leigusamninga, viðskiptasamninga og aðra samninga sem tengjast daglegum rekstri félagsins
- gera félaginu kleift að veita þjónustu og sinna samningsskyldum sínum
- innheimta leigu
- leggja mat á ástand fasteigna, s.s. í tengslum við mat á viðhaldsþörf
- uppfylla lagaskyldu sem hvílir á félaginu
- bregðast við fyrirspurnum, ábendingum og kvörtunum frá einstaklingum
- markaðssetja þjónustu og vörur félagsins
- efla og auka gagnsæi í stjórnun félagsins
- gæta að hagsmunum félagsins og annarra leigutaka
- tryggja öryggi- og eignarvörslu, m.a. með öryggismyndavélum og eftirlitskerfum
Þegar þú notar heimasíðuna okkar kunnum við að safna upplýsingum um notkun þína, þ.e. frá hvaða vef er komið ásamt gerð vafra og stýrikerfis sem þú notar, tímasetningu og tímalengd heimsóknar og hvaða undirsíður þú heimsækir innan heimasíðu Félagsbústaða. Hér má finna frekari upplýsingar um notkun okkar á vafrakökum.