Chat with us, powered by LiveChat

Breytingar á sorphirðu og flokkun

News

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að miklar breytingar eru að verða á sorphirðu og flokkun sorps á höfuðborgarsvæðinu. Helsta breytingin er sú að nú er skylt að vera með fjórar ruslatunnur við hvert heimili. Flestir þekkja gráu, bláu og grænu tunnurnar en nú bætist við brún tunna og í hana fer allt lífrænt sorp. Í byrjun mun Reykjavíkurborg útvega pappírsbúnt með 80 bréfpokum fyrir hvern og einn íbúa sem eru sérstaklega hugsaðir undir lífræna ruslið. Körfur verða einnig afhentar ásamt bréfpokunum sem þeim er ætlað að vera í en þær eru sérstaklega hannaðar til að lofta um pokana sem takmarkar leka. Þessu verður komið fyrir í anddyri/sameign í hverju húsi fyrir sig. Í framhaldi getur svo hver og einn útvegað sér bréfpoka sér að kostnaðarlausu, staðsetning verður auglýst fljótlega.

Í ljósi þessara breytinga hafa Félagsbústaðir farið af stað með verkefni sem felur í sér að loka sorplúgum og endurskipuleggja ruslageymslur og aðgengi að þeim. Áður voru aðeins tvær tunnur, ein fyrir plast og pappa og önnur fyrir almennt rusl, en eftir breytingar verða fjórar tegundir tunna í öllum húsum. Byrjað var að innleiða breytingar í austurhluta borgarinnar og er það komið langt á veg. Þessi yfirferð heldur svo áfram í önnur hverfi samhliða skipulagi Reykjavíkurborgar. Vert er að taka fram að útigámar fyrir pappa og plast sem standa fyrir utan fjölbýlin okkar munu verða fjarlægðir. Verið er að skoða hvaða framtíðarlausn á staðsetningu og fyrirkomulagi sorpíláta hentar best fyrir hvert hús.

Við bendum leigjendum á að kynna sér flokkun á slóðinni flokkun.is. Flokka þarf málmumbúðir og glerumbúðir í sérfötu sem fara þarf með á næstu grenndarstöð en þær verða í 500 metra fjarlægð frá öllum heimilum. Þegar kemur að lífræna úrganginum sem fer í brúnu tunnuna skiptir máli að fylla ekki bréfpokann of mikið og að geta lokað honum vel áður en honum er hent í tunnuna. Mælt er með að skipta um bréfpoka á þriggja daga fresti. Einnig er gott að vita að ef lífrænn úrgangur er mjög blautur getur verið gott að setja servíettu á botninn til að draga úr rakanum.

Við viljum einnig vekja athygli á því að ef ruslatunnur eru orðnar fullar skal undantekningarlaust fara með ruslið á næstu grenndarstöð sem verða í kílómeters fjarlægð frá öllum heimilum. Hver og einn ber ábyrgð á sínu sorpi. Vinnum öll saman að því að hafa umhverfi okkar snyrtilegt.

WeAreHiring
We are looking for an employee!
Sambýlið við Hagasel 23
The first public building to receive Svanurinn
Askur
Veglegur styrkur úr Aski mannvirkjasjóði
Opnun á íbúðaskjarna að Vesturgötu 67
Nýr og glæsilegur íbúðakjarni við Vesturgötu
mynd mneð frétt
Breytingar til jöfnunar leiguverðs íbúða Félagsbústaða
Skoflustunga-Brekknaas-1
Hannað með tilliti til þarfa væntanlegra íbúa hússins
image-1
Samningur um nýbyggingu við Brekknaás
23051902_skoflust_016.t64676b73.m800
Stefnt að 30% minna kolefnisspori við byggingu íbúðakjarna fyrir fatlað fólk

What are you looking for?