Nýr og glæsilegur íbúðakjarni við Vesturgötu

News

Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, afhenti þann 6. nóvember sex tilvonandi íbúum nýs íbúðakjarna að Vesturgötu 67 lykla að íbúðum sínum. Íbúðirnar í kjarnanum eru allar rúmgóðar og bjartar, með svölum sem snúa í suðvestur og fallegu útsýni.  

Íbúar og aðstandendur þeirra, starfsfólk, fulltrúar Reykjavíkurborgar og Félagsbústaða, hönnuðir hússins og aðrir velunnarar voru viðstaddir hátíðlega athöfn í dag þegar íbúðakjarninn var formlega tekinn í notkun. Á næstu dögum hefst starfsemi í húsinu og íbúar flytja inn og skapa sér þar heimili.  Íbúðakjarninn er í nýju steinsteyptu húsi með lyftu sem nýtur sín vel í götumyndinni. Íbúðirnar eru rúmgóðar, vel hannaðar og fallegt útsýni úr þeim öllum. Lítill og notalegur bakgarður er við húsið. Nálægð er við mannlíf og fallegar gönguleiðir.

Húsið er 530  fermetrar og íbúðirnar eru  60  fermetrar. Auk íbúða fyrir íbúa er í  húsinu rúmgóð starfsmannaaðstaða sem stuðlar að því að unnt sé að veita íbúum þjónustu á þeirra forsendum.  

Hönnuðir hússins voru Plús Arkitektar, Páll Hjaltason og Haraldur Ingvarsson og verktaki við byggingu hússins var Jónas Bjarni Árnason hjá Afltaki. Heildarkostnaður við bygginguna nam um 340 milljónum króna. Sigrún Erla Grétarsdóttir söngkona og Kristófer Hlífar Gíslason gítarleikari fluttu jólalag og stjórnuðu fjöldasöng.

Átjándi íbúðakjarninn frá árinu 2018 

Það eru Félagsbústaðir sem byggja og reka bróðurpartinn af félagslegu húsnæði í Reykjavík. Þetta er átjándi íbúðakjarninn sem Félagsbústaðir hafa ýmist byggt eða keypt í Reykjavík frá árinu 2018. Sem stendur eru fjórir íbúðakjarnar í byggingar- eða hönnunarferli – á Háteigsvegi, í Brekknaási, á Nauthólsvegi og Stekkjabakka.  

Í Reykjavík eru 3098 félagslegar leiguíbúðir og 2998 þeirra eru í eigu Félagsbústaða. Miðað er við að 5% húsnæðis í borginni falli undir þá skilgreiningu. 2206 íbúðanna eru almennar félagslegar leiguíbúðir, 454 eru fyrir fatlað fólk, 58 fyrir heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir og 380 eru þjónustuíbúðir fyrir eldra fólk.  

nýir starfsmenn
Nýir starfsmenn Félagsbústaða á árinu 2024
Sjálfbærniskýrlsa Félagsbústaða 2023
download
Spennandi og áhugavert starf sviðsstjóra þjónustusviðs hjá Félagsbústöðum er laust til umsóknar
my
Ánægja leigjenda Félagsbústaða með húsnæði og þjónustu eykst milli mælinga
WeAreHiring
We are looking for an employee!
Sambýlið við Hagasel 23
The first public building to receive Svanurinn
Askur
Veglegur styrkur úr Aski mannvirkjasjóði
mynd mneð frétt
Breytingar til jöfnunar leiguverðs íbúða Félagsbústaða

What are you looking for?