Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjargs og Sigrún Árnadóttir framkvæmdastjóri Félagsbústaða undirrituðu í dag samkomulag um samstarf milli Félagsbústaða og Bjargs íbúðafélags um byggingu og kaup á íbúðum við Brekknaás. Bjarg byggir fimm hús með alls 60 íbúðum og Félagsbústaðir skuldbinda sig til kaupa á 12 íbúðum. Gert er ráð fyrir að húsin verði fullbyggð á tímabilinu janúar til september 2024.
Félagsbústaðir hafa átt farsælt samstarf við Bjarg og hafa frá árinu 2019 fest kaup á um 150 íbúðum í byggingarverkefnum Bjargs á tíu mismunandi stöðum í borginni.