Chat with us, powered by LiveChat

ÚTGÁFUÁÆTLUN SKULDABRÉFA, STOFNUN ÚTGÁFURAMMA OG FYRIRHUGAÐ ÚTBOÐ

News

Stjórn Félagsbústaða samþykkti í dag, 7. desember 2017, heimild til útgáfu skuldabréfa allt að 7,5 milljörðum króna á tímabilinu frá desember 2017 til ársloka 2018. Framangreind heimild veitti stjórnin samhliða samþykkt hennar á fjárhagsspá félagsins fyrir komandi fjárhagsár 2018, með fyrirvara um staðfestingu borgarstjórnar á fjárhagsspá.

Stjórnin samþykkti jafnframt í dag að stofna til útgáfuramma skuldabréfa, með það fyrir augum að auka þátt skuldabréfaútgáfu í fjármögnun félagsins, hefja reglulega skuldabréfaútgáfu og skapa heildarumgjörð um skuldabréfaútgáfu félagsins á næstu árum. Undir rammanum mun félagð geta gefið út skuldabréf að útistandandi fjárhæð allt að 50 milljörðum króna.

Félagsbústaðir fyrirhuga lokað útboð á nýjum skuldabréfum á næstu vikum. Fjárfestingarbankasvið Arion banka hefur umsjón með útboðinu og mun félagið ásamt bankanum kynna fjárfestum þá skuldabréfaflokka sem boðnir verða ásamt fjárhagsspá félagsins.

Nánari upplýsingar veita:

Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, sími 520-1500, audun@felagsbustadir.is

Birgir Guðfinnsson, markaðsviðskiptum fjárfestingarbankasviðs Arion banka, sími 444-7337, verdbrefamidlun@arionbanki.is

download
Spennandi og áhugavert starf sviðsstjóra þjónustusviðs hjá Félagsbústöðum er laust til umsóknar
my
Ánægja leigjenda Félagsbústaða með húsnæði og þjónustu eykst milli mælinga
WeAreHiring
We are looking for an employee!
Sambýlið við Hagasel 23
The first public building to receive Svanurinn
Askur
Veglegur styrkur úr Aski mannvirkjasjóði
Opnun á íbúðaskjarna að Vesturgötu 67
Nýr og glæsilegur íbúðakjarni við Vesturgötu
mynd mneð frétt
Breytingar til jöfnunar leiguverðs íbúða Félagsbústaða
Skoflustunga-Brekknaas-1
Hannað með tilliti til þarfa væntanlegra íbúa hússins

What are you looking for?