Chat with us, powered by LiveChat

ÚTGÁFUÁÆTLUN SKULDABRÉFA, STOFNUN ÚTGÁFURAMMA OG FYRIRHUGAÐ ÚTBOÐ

Announcements

Stjórn Félagsbústaða samþykkti í dag, 7. desember 2017, heimild til útgáfu skuldabréfa allt að 7,5 milljörðum króna á tímabilinu frá desember 2017 til ársloka 2018. Framangreind heimild veitti stjórnin samhliða samþykkt hennar á fjárhagsspá félagsins fyrir komandi fjárhagsár 2018, með fyrirvara um staðfestingu borgarstjórnar á fjárhagsspá.

Stjórnin samþykkti jafnframt í dag að stofna til útgáfuramma skuldabréfa, með það fyrir augum að auka þátt skuldabréfaútgáfu í fjármögnun félagsins, hefja reglulega skuldabréfaútgáfu og skapa heildarumgjörð um skuldabréfaútgáfu félagsins á næstu árum. Undir rammanum mun félagð geta gefið út skuldabréf að útistandandi fjárhæð allt að 50 milljörðum króna.

Félagsbústaðir fyrirhuga lokað útboð á nýjum skuldabréfum á næstu vikum. Fjárfestingarbankasvið Arion banka hefur umsjón með útboðinu og mun félagið ásamt bankanum kynna fjárfestum þá skuldabréfaflokka sem boðnir verða ásamt fjárhagsspá félagsins.

Nánari upplýsingar veita:

Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, sími 520-1500, audun@felagsbustadir.is

Birgir Guðfinnsson, markaðsviðskiptum fjárfestingarbankasviðs Arion banka, sími 444-7337, verdbrefamidlun@arionbanki.is

23051902_skoflust_016.t64676b73.m800
Stefnt að 30% minna kolefnisspori við byggingu íbúðakjarna fyrir fatlað fólk
Picture1
Utanhússframkvæmdir að Barónsstíg 30 og Bergþórugötu 41-45, sumarið 2023
lokad
Lokað á föstudaginn
easter-image-01
Gleðilega Páska!
image0
Kynningarfundur vegna útboðs á nýbyggingu íbúðakjarna við Háteigsveg 59
Senior man with a shovel cleaning snow from his back yard at his house
Vegna mikils fannfergis
ezgif
Jólakveðjur
Lokun vegna námskeiðs þann 5.desember

What are you looking for?