Chat with us, powered by LiveChat

HÚSSJÓÐUR

Hússjóður er innheimtur mánaðarlega með leigugreiðslu. Upphæðir eru breytilegar eftir húsfélögum og skiptast hlutfallslega á milli íbúa.

Félagsbústaðir innheimta mánaðarlega hússjóðsgjöld til að standa straum af sameiginlegum kostnaði í fjölbýlishúsum, sbr. lög um fjöleignahús nr. 26/1994 og húsaleigulög nr. 36/1994.

Félagsbústaðir eiga bæði stakar íbúðir og heil fjölbýlishús. Húsfélög, þar sem Félagsbústaðir eiga stakar íbúðir, senda Félagsbústöðum reikning mánaðarlega og eru gjöldin ákveðin af stjórnum húsfélaganna. Hússjóðsgjöld skiptast hlutfallslega jafnt á milli allra íbúa fjölbýlishússins miðað við eignaskiptasamning. Hússjóðsgjöld í fjölbýlishúsum sem eingöngu eru í eigu Félagsbústaða eru ákvörðuð með hliðsjón af rekstrarkostnaði liðins árs.

Hússjóðsgjöld fjölbýlishúsa eru misjöfn milli húsa eftir því hvað er innifalið í þeim. Það sem er oft innifalið í hússjóðsgjöldum er hiti, rafmagn, umhirða lóðar t.d. garðsláttur og snjómokstur, sorphirða og endurvinnsla. Stundum eru aðkeypt þrif inn í hússjóð en annars skipta íbúar með sér þrifum sameignar.

Að hverju ertu að leita?