ÍBÚÐAFLOKKAR

Íbúðir í eigu Félagsbústaða skiptast í fjóra flokka. Almennar íbúðir fyrir tekjulága einstaklinga og fjölskyldur, húsnæði fyrir fatlað fólk, þjónustuíbúðir og húsnæði fyrir heimilislaust fólk.

Íbúðum í eigu Félagsbústaða er úthlutað til leigjenda samkvæmt fjórum flokkum sem útlistaðir eru í reglum Reykjavíkurborgar um félagslegt húsnæði

Stærsti flokkurinn (rúmlega 70% eigna félagsins) teljast almennar félagslegar íbúðir og eru ætlaðar fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna, þungrar framfærslubyrðar og lágra launa. Almennar félagslegar íbúðir geta verið af ýmsum stærðum og gerðum; allt frá stúdíóíbúðum og upp í 5 herbergja íbúðir. Oftast er um að ræða stakar íbúðir í almennum fjölbýlishúsum en Félagsbústaðir eiga einnig nokkur fjölbýlishús/stigaganga í heild sinni.

Húsnæði fyrir fatlað fólk er ætlað fólki sem þarfnast sértækrar aðstoðar vegna fötlunar sinnar. Innan þessa flokks falla íbúðakjarnar fyrir fatlaða sem eru staðsettir víðsvegar um borgina og samanstanda oftast af 5-6 leiguíbúðum, auk starfsmannaaðstöðu staðsettri í kjarnanum. Einnig er fatlað fólk í búsetu í stökum íbúðum í fjölbýlishúsum um alla borg og njóta þá stuðnings frá íbúðakjörnum eða ýmsum teymum Velferðarsviðs.

Félagsbústaðir eiga og reka þjónustuíbúðir fyrir 67 ára og eldri í sex stórum kjörnum í Reykjavík. Þjónustuíbúðir eru ætlaðar einstaklingum þegar heilbrigðis- og félagsþjónusta í heimahús mætir ekki lengur þjónustuþörf eða þegar einstaklingar kjósa að búa ekki lengur á heimili sínu. Íbúar geta sótt félagsstarf í sínum kjarna og verið í fullu fæði, sé þess óskað. Heimaþjónusta er veitt inn í íbúðir eftir þörfum hvers og eins. Frekari upplýsingar um slíka þjónustu eru veittar í hverjum kjarna.

  1. Dalbraut 23-27
  2. Furugerði 1
  3. Hjallasel 55 (Seljahlíð)
  4. Lindargötu 57-66
  5. Lönguhlíð 3
  6. Norðurbrún 1

Húsnæði fyrir heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir samanstendur af stökum íbúðum (housing first), smáhýsum auk íbúðakjarna og herbergja víðsvegar í Reykjavík. Sumsstaðar er rekin sérstök starfsemi kringum búsetuúrræðið en oft sér einnig sérstakt stuðningsteymi á vegum Velferðarsviðs um að aðstoða og styðja þennan hóp í búsetu.

Miðstöðvar Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar taka við öllum umsóknum um húsnæði, meta þær og miðlæg teymi á vegum Velferðarsviðs úthluta svo íbúðum til væntanlegra leigjenda eftir þörfum.  

Fjöldi félagslegra íbúða 29. jan 2024

Tveggja herbergja íbúðir eru lang flestar eða um 40% af heildarfjölda íbúða.

Fjöldi félagslegra íbúða eftir herbergjafjölda 29. jan 2024

Staðsetning félagslegra íbúða eftir borgarhluta 29. jan 2024

Að hverju ertu að leita?