Chat with us, powered by LiveChat

ÍBÚÐAFLOKKAR

Íbúðir í eigu Félagsbústaða skiptast í fjóra flokka. Almennar íbúðir fyrir tekjulága einstaklinga og fjölskyldur, húsnæði fyrir fatlað fólk, þjónustuíbúðir og húsnæði fyrir heimilislaust fólk.

Íbúðir í eigu Félagsbústaða skiptast í fjóra flokka.

Stærsti flokkurinn eru almennar íbúðir sem eru ætlaðar fyrir tekjulága einstaklinga og fjölskyldur sem þurfa á aðstoð að halda. Rétt rúmlega helmingur leigueininga Félagsbústaða eru stakar íbúðir, dreifðar um alla Reykjavík, aðrar leigueiningar eru í húsnæði sem er að fullu í eigu félagsins.

Húsnæði fyrir fatlað fólk er ætlað fólki sem þarfnast sértækrar aðstoðar vegna fötlunar sinnar. Íbúðirnar eru dreifðar um Reykjavík og samanstanda að mestu leiti af íbúðakjörnum með 5-6 leiguíbúðum, auk starfsmannaaðstöðu staðsettri í kjarnanum. Starfsmenn kjarnans þjónusta einnig íbúa í öðrum íbúðum félagsins í nágrenninu eftir því sem tilefni og ástæða er til.

Félagsbústaðir eiga og reka þjónustuíbúðir fyrir 67 ára og eldri í sex stórum kjörnum í Reykjavík. Þjónustuíbúðir eru ætlaðar einstaklingum þegar heilbrigðis- og félagsþjónusta í heimahús mætir ekki lengur þjónustuþörf eða þegar einstaklingar kjósa að búa ekki lengur á heimili sínu. Íbúar geta sótt félagsstarf í sínum kjarna og verið í fullu fæði, sé þess óskað. Heimaþjónusta er veitt inn í íbúðir eftir þörfum hvers og eins. Frekari upplýsingar um slíka þjónustu eru veittar í hverjum kjarna.

  1. Dalbraut 23-27
  2. Furugerði 1
  3. Hjallasel 55 (Seljahlíð)
  4. Lindargötu 57-66
  5. Lönguhlíð 3
  6. Norðurbrún 1
 

Húsnæði fyrir heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir eru stakar íbúðir, smáhýsi auk íbúðakjarna og herbergja í Reykjavík. Sérstakt stuðningsteymi á vegum Velferðarsviðs sér um að aðstoða og styðja þennan hóp í búsetu.

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar tekur við umsóknum um húsnæði og úthlutar þeim til væntanlegra leigjenda. Í reglum Reykjavíkurborgar um félagslegt leiguhúsnæði eru skilgreindir fimm úthlutunarflokkar;  almennar íbúðir, íbúðir fyrir fatlað fólk, þjónustuíbúðir fyrir aldraða, og húsnæði fyrir fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. 

Almennar íbúðir eru lang stærsti flokkurinn eða  rúmlega 70% af eignasafninu til hans.

Fjöldi íbúða eftir úthlutunarflokki

Tveggja herbergja íbúðir eru lang flestar eða um 40% af heildarfjölda íbúða.

Fjöldi íbúða eftir herbergja fjölda

Staðsetning íbúða eftir borgarhluta

Dreifing íbúða eftir stærð

Að hverju ertu að leita?