Leiguverð Félagsbústaða er almennt reiknað út frá stærð íbúðar, hverfi og fasteignamati en er jafnframt ákvarðað af Velferðarsviði Reykjavíkurborgar og borgarráði.
Útreikningur leiguverðs miðast við að leiguverð sé sem jafnast með tilliti til gæða, staðsetningar og að það styðji við félagslega fjölbreytni í borginni.
Að öðru leiti miðast meginreglur útreiknings við neðangreint:
Mánaðarleiga (kr./mán.) = Fasteignamat 2024 x leigustuðull/12 mánuðir
Mánaðar leiguverð almennra íbúða Félagsbústaða, sem hafa skilgreint fasteignamat fyrir leigueiningu, er ákvarðað sem einn tólfti af margfeldi gildandi fasteignamats leigueiningar árið 2024 og leigustuðuls fyrir ólík póstnúmer.
Ef íbúð er nýleg og ekki er til fyrir hana fasteignamat frá árinu 2024 er það áætlað út frá nýrra fasteignamati eignarinnar og þróun fasteignamats í viðkomandi hverfishluta í tíma. Ef um er að ræða nýbyggingu er leiguverð ákvarðað út frá kaupverði og leigustuðli.
Mánaðarleiguverð sértækra búsetuúrræða Félagsbústaða og almennra leigueininga sem ekki hafa fasteignamat er óháð leiguhverfi og er ákvarðað þannig að greitt er fast gjald fyrir hverja leigueiningu auk breytilegs gjalds sem er í réttu hlutfalli við birt flatarmál leigueiningar. Í herbergjasambýlum og íbúðasambýlum er eftir atvikum leigu sameignar deilt milli íbúa og velferðarsviðs í samræmi við reglugerð nr. 370 sem gefin var út af Velferðarráðuneytinu og tók gildi 29. apríl 2016.
Mánudagar - fimmtudagar
09:00-15:00
Föstudagar
09:00-14:00
Lokað um helgar