Líkt og víðar í þjóðfélaginu er nú verið að innleiða styttri vinnuviku hjá Félagsbústöðum. Í tengslum við það munum við loka klukkan 14 á föstudögum frá áramótum. Aðra daga vikunnar er opið milli 9 og 15 eins og áður.
Við minnum á að alltaf er hægt að senda erindi til okkar í felagsbustadir@felagsbustadir.is eða í gegnum heimasíðu.