Félagsbústaðir óska eftir að ráða sviðsstjóra þjónustusviðs. Viðkomandi heyrir undir framkvæmdastjóra og ber ábyrgð á starfsemi sviðsins, stjórnun og samhæfingu verkefna, áætlanagerð, eftirfylgni og innleiðingu.
Ábyrgð og helstu verkefni:
- Ábyrgð á rekstri, mannauðsmálum og starfsemi sviðsins, stjórnun og samhæfingu verkefna, áætlanagerð, eftirfylgni og innleiðingu.
- Þátttaka í stefnumótun og eftirfylgni stefnu.
- Samstarf og samvinna við velferðarsvið Reykjavíkurborgar vegna félagslegs leiguhúsnæðis og málefna því tengdu.
- Ábyrgð á móttöku og úrvinnslu erinda, upplýsingamiðlun til leigjenda, gerð leigusamninga og samskipti er snerta málefni leigjenda.
- Umsjón og ábyrgð á vefsíðu Félagsbústaða, samfélagsmiðlum og rekstri skjalamála.
- Umsjón og ábyrgð á innleiðingu og eftirfylgni gæðahandbókar sviðsins og uppbyggingu verkferla.
- Umsjón og ábyrgð á skýrslugerð og tölfræðilegum upplýsingum sem snúa að viðfangsefnum sviðsins.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Meistaragráða er æskileg.
- Farsæl stjórnunarreynsla.
- Þekking á starfi opinberra stofnana og velferðarþjónustu er kostur.
- Framúrskarandi samskiptafærni, jákvætt og lausnamiðað viðmót.
- Skipulagshæfni og nákvæm vinnubrögð.
- Góð tölvufærni og þekking.
Félagsbústaðir eru stærsta þjónustufyrirtæki landsins á leigumarkaði, á og leigir út yfir 3.100 íbúðir í Reykjavík. Á skrifstofunni sem staðsett er miðsvæðis í Reykjavík starfar fjölbreyttur og samhentur 28 manna hópur, þar af 7 á þjónustusviði, í anda gilda um samvinnu, virðingu og góða þjónustu.
Félagsbústaðir eru sjálfstætt hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar og er meðal framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi 2023 og hafa verið um árabil.
Með umsókn um starfið skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni, reynslu og þekkingu sem nýtist í starfinu.
Sjá nánar. Frekari upplýsingar veitir Inga S. Arnardóttir, inga@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og með 6.júní nk.