Okkur vantar hressan sérfræðing í leigjendamálum

Fréttir

Félagsbústaðir leita að öflugum og lausnamiðuðum sérfræðingi til að sinna fjölbreyttum verkefnum á sviði þjónustu og samskipta við leigjendur félagsins og samstarfsaðila.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Samskipti og samvinna við leigjendur, miðstöðvar Reykjavíkurborgar og tengda aðila
  • Afgreiðsla, úrvinnsla og úrlausn erinda s.s. vegna húsreglnabrota, vanskila, umgengni og samskipta í fjölbýlishúsum
  • Umsjón með íbúafundum og húsfundum í húsum í eigu félagsins
  • Ábyrgð og þátttaka í ýmsum þróunar og úrbótaverkefnum á sviði þjónustu og samskipta við leigjendur og tengda aðila


Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi, einkum á sviði félagsvísinda
  • Reynsla af störfum á sviði velferðarmála eða félagsþjónustu er æskileg
  • Framúrskarandi samskiptafærni, áhugi á fólki, hlýlegt viðmót og rík þjónustulund
  • Skipulagshæfileikar, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Færni til að vinna í teymi
  • Góð íslensku og enskukunnátta


Umsóknarfrestur er til og með 5. maí 2024. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Þóra, sviðsstjóri þjónustusviðs í netfangi thora@felagsbustadir.is

Öll kyn eru hvött til að sækja um hér

Framurskarandi-fyrirtaeki-2024
FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI 2024
nýir starfsmenn
Nýir starfsmenn Félagsbústaða á árinu 2024
Sjálfbærniskýrlsa Félagsbústaða 2023
download
Spennandi og áhugavert starf sviðsstjóra þjónustusviðs hjá Félagsbústöðum er laust til umsóknar
my
Ánægja leigjenda Félagsbústaða með húsnæði og þjónustu eykst milli mælinga
Sambýlið við Hagasel 23
Fyrsta opinbera byggingin sem hlýtur Svaninn
Askur
Veglegur styrkur úr Aski mannvirkjasjóði
Opnun á íbúðaskjarna að Vesturgötu 67
Nýr og glæsilegur íbúðakjarni við Vesturgötu

Að hverju ertu að leita?