Félagsbústaðir leita að öflugum og lausnamiðuðum sérfræðingi til að sinna fjölbreyttum verkefnum á sviði þjónustu og samskipta við leigjendur félagsins og samstarfsaðila.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Samskipti og samvinna við leigjendur, miðstöðvar Reykjavíkurborgar og tengda aðila
- Afgreiðsla, úrvinnsla og úrlausn erinda s.s. vegna húsreglnabrota, vanskila, umgengni og samskipta í fjölbýlishúsum
- Umsjón með íbúafundum og húsfundum í húsum í eigu félagsins
- Ábyrgð og þátttaka í ýmsum þróunar og úrbótaverkefnum á sviði þjónustu og samskipta við leigjendur og tengda aðila
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi, einkum á sviði félagsvísinda
- Reynsla af störfum á sviði velferðarmála eða félagsþjónustu er æskileg
- Framúrskarandi samskiptafærni, áhugi á fólki, hlýlegt viðmót og rík þjónustulund
- Skipulagshæfileikar, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Færni til að vinna í teymi
- Góð íslensku og enskukunnátta
Umsóknarfrestur er til og með 5. maí 2024. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Þóra, sviðsstjóri þjónustusviðs í netfangi thora@felagsbustadir.is
Öll kyn eru hvött til að sækja um hér.