Hannað með tilliti til þarfa væntanlegra íbúa hússins

Fréttir

Fyrsta skóflustunga að byggingu sex íbúða húss við Brekknaás 6 var tekin á fallegum sumardegi nú í ágúst.  Bygging hússins er liður í uppbyggingaráætlun Reykjavíkurborgar fyrir fatlað fólk.

Húsið og umhverfi þess, er hannað með tilliti til þarfa væntanlegra íbúa hússins og er ætlað að auka lífsgæði þeirra til muna en þeir hafasértækar þarfir og þurfa stuðning til daglegra athafna. Við hönnun íbúðakjarnans var ítarleg þarfagreining unnin í samstarfi við vinnuhóp fagaðila, með aðkomu aðstandenda. Þarfagreiningin lá til grundvallar ákvörðunum hvað varðar efnisval, hljóðvist, stýringu dagsbirtu, læsileika o.fl. og við hönnunina voru þróaðar ýmsar sértækar lausnir.

Áherslur innan fötlunarfræðinnar eru í stöðugri þróun og í hönnun íbúðarkjarnans og lóðarinnar er leitast við að mæta þessari þróun

Húsið verður  640 m2  á einni hæð og auk íbúða verður góð aðstaða fyrir starfsfólk  en það er talinn nauðsynlegur þáttur í að  byggja upp öryggi og vellíðan fyrir íbúa jafnt sem starfsfólk.

Arkitektar hússins eru Eva Huld Friðriksdóttir og  Magnea Guðmundsdóttir frá Teiknistofunni Stiku og Birta Fróðadóttir arkitekt.

Lóðahönnun er í umsjón Landmótunar.

Hnit verkfræðistofa sá um hönnun burðarþols, lagna og raflagna.

E. Sigurðsson ehf. sér um byggingu hússins.   

VSB framkvæmdir ehf. annast byggingastjórn og byggingaeftirlit.

Áætlað er að framkvæmdum við bygginguna verði lokið í nóvember 2024.  

Fyrsta skóflustungan tekin af byggingu fyrir fatlað fólk við Brekknaás. Þau sem tóku fyrstu skóflustunguna eru Sólveig Ragnarsdóttir, Aníta Sól Sveinsdóttir, Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Daguyr B. Eggertsson, borgarstjóri, Garðar Reynisson og Björn Eggert Gústafsson.
Fyrsta skóflustungan tekin af byggingu fyrir fatlað fólk við Brekknaás. Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjfóri Félagsbústaða sýnir Birni Eggerti Gústafssyni, verðandi íbúa mynd af nýja húsinu.
Framurskarandi-fyrirtaeki-2024
FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI 2024
nýir starfsmenn
Nýir starfsmenn Félagsbústaða á árinu 2024
Sjálfbærniskýrlsa Félagsbústaða 2023
download
Spennandi og áhugavert starf sviðsstjóra þjónustusviðs hjá Félagsbústöðum er laust til umsóknar
my
Ánægja leigjenda Félagsbústaða með húsnæði og þjónustu eykst milli mælinga
WeAreHiring
Okkur vantar hressan sérfræðing í leigjendamálum
Sambýlið við Hagasel 23
Fyrsta opinbera byggingin sem hlýtur Svaninn
Askur
Veglegur styrkur úr Aski mannvirkjasjóði

Að hverju ertu að leita?