Breytingar til jöfnunar leiguverðs íbúða Félagsbústaða

Fréttir

Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum 19. september sl. breytingar á útreikningi leiguverðs hjá Félagsbústöðum sem taka gildi um áramót. Markmiðið með breytingunum að jafna leiguverð íbúða Félagsbústaða og stuðla þannig að félagslegri fjölbreytni í öllum hverfum Reykjavíkur.

Breytingarnar hafa misjafnlega mikil áhrif á verð leiguíbúða. Í sumum tilfellum lækkar leigan og í öðrum tilfellum hækkar hún. Breytingin mun hafa áhrif á tæplega 85% leigjenda hjá Félagsbústöðum. Leigan hækkar á bilinu  0–12 þúsund krónur hjá um helmingi hópsins en leigan lækkar um allt að 12 þúsund krónur hjá þriðjungi. Hjá öðrum ýmist hækkar eða lækkar leigan meira en því nemur.

Breytingarnar hafa ekki áhrif á tekjur Félagsbústaða.

Allir leigjendur er breytingarnar snerta fá bréf þar sem fram kemur hvaða áhrif breytingarnar sem taka gildi 1. janúar 2024 hafa á leiguverð þeirra íbúða.

Leiguverð byggir sem stendur annars vegar á hlutfalli af fasteignamati ársins 2017 og hins vegar kaupverði þeirra íbúða sem byggðar voru eftir 2017. Eftir breytinguna mun leiguverð byggja á hlutfalli af fasteignamati ársins 2024. Leiguverð byggir einnig á svokölluðum leigustuðlum sem hafa það hlutverk að jafna leiguverð íbúða út frá herbergjafjölda og staðsetningu í borginni. Leigustuðlum verður fjölgað samhliða breytingunum, til að ná frekar fram markmiðum um jafnara leiguverð.

nýir starfsmenn
Nýir starfsmenn Félagsbústaða á árinu 2024
Sjálfbærniskýrlsa Félagsbústaða 2023
download
Spennandi og áhugavert starf sviðsstjóra þjónustusviðs hjá Félagsbústöðum er laust til umsóknar
my
Ánægja leigjenda Félagsbústaða með húsnæði og þjónustu eykst milli mælinga
WeAreHiring
Okkur vantar hressan sérfræðing í leigjendamálum
Sambýlið við Hagasel 23
Fyrsta opinbera byggingin sem hlýtur Svaninn
Askur
Veglegur styrkur úr Aski mannvirkjasjóði
Opnun á íbúðaskjarna að Vesturgötu 67
Nýr og glæsilegur íbúðakjarni við Vesturgötu

Að hverju ertu að leita?