
Í ljósi COVID-19 veirufaraldurs í samfélaginu hafa Félagsbústaðir aukið við þrif og sótthreinsun í eignum fyrirtækisins með sérstaklega áherslu á svæði sem margar hendur snerta eins og hurðarhúna og handrið. Upplýsingar þar að lútandi verða hengdar upp í stigagöngum.
Skrifstofa fyrirtækisins verður áfram opin skv. hefðbundnum opnunartíma en þeim tilmælum er þó beint til þeirra sem erindi hafa við Félagsbústaði að hafa frekar samband símleiðis í síma 520 1500 eða með tölvupósti á samskipti@felagsbustadir.is
Allar nánari upplýsingar um forvarnir gegn COVID-19 er að finna á vef landlæknis.