Bilun í vefþjóni Félagsbústaða hefur valdið því að erindi sem send hafa verið í gegnum „Hafðu samband“ á heimasíðu undanfarnar vikur hafa ekki borist okkur. Því má ætla að einhverjum erindum sé enn ósvarað. Sért þú enn að bíða svars við þinni fyrirspurn hvetjum við þig til þess að hafa samband við okkur aftur í gegnum netspjall eða tölvupóst á felagsbustadir@felagsbustadir.is.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.