Það var líflegt í Tjarnarsal ráðhúss Reykjavíkur síðastliðinn miðvikudag þar sem Félagsbústaðir fögnuðu 20 ára afmæli félagsins ásamt leigutökum og samstarfsfólki. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra heiðruðu samkomuna með ávörpum og Ari Eldjárn sá kitlaði hláturtaugar gesta áður en ráðist var á kræsingarnar. Þær voru ekki af verri endanum, heimasmurt flatbrauð með hangikjöti, marsípan tertur ásamt öðru góðgæti.
Félagsbústaðir gáfu út rit í tilefni afmælisins.
Takk kærlega fyrir komuna.
Starfsfólk Félagsbústaða.