Chat with us, powered by LiveChat

FRÉTTATILKYNNING

Tilkynningar

Í tengslum við hækkun leiguverðs hjá Félagsbústöðum og hækkun á sérstökum húsnæðisstuðningi Reykjavíkurborgar vilja Félagsbústaðir koma eftirfarandi á framfæri. 

Félagsbústaðir eru félag að fullu í eigu Reykjavíkurborgar.  Félagið á, rekur og leigir út um 2.500 íbúðaeiningar í Reykjavík, svo sem almennar félagslegar íbúðir, búsetukjarna og þjónustubúðir fyrir aldraða.  Félagsbústaðir eru ekki reknir í hagnaðarskyni og  öllum rekstrarafgangi er varið til að greiða niður lán og til uppbyggingar og viðhalds á íbúðum félagsins. 

Á undanförnum misserum hefur húsnæðisverð almennt hækkað mikið sem hefur neikvæð áhrif á rekstur Félagsbústaða, þar sem hækkun á fasteignamati og fasteignagjöldum þýðir aukin rekstrarkostnað fyrir félagið. Fasteignamat og fasteignagjöld íbúða í eigu Félagsbústaða hafa að saman skapi hækkað langt umfram meðalhækkun í Reykjavík, en fasteignasafn félagsins samanstendur að stórum hluta af litlum íbúðum sem staðsettar eru í hverfum þar sem fasteignamat hefur hækkað mikið. 

Félagsbústaðir voru reknir með miklum hagnaði á síðasta ári, en hann má að langstærstum hluta rekja til hækkunar á fasteignaverði.  Ekki stendur til að innleysa þennan hagnað með sölu eigna eða aukinni skuldsetningu. Þvert á móti er stefna Félagsbústaða að fjölga íbúðum og mæta þannig þeirri miklu eftirspurn sem er eftir húsnæði hjá félaginu.

Hækkun á leiguverði er stillt í hóf en er nauðsynleg til þess að Félagsbústaðir geti áfram sinnt hlutverki sínu og til að tryggja áframhaldandi gott viðhald og þjónustu. Samhliða hækkun leiguverðs Félagsbústaða hækkar sérstakur húsnæðisstuðningur Reykjavíkurborgar bæði til leigutaka félagsins og til þeirra sem leigja á almennum markaði.  Til samans leiða þessar breytingar til þess að greiðslubyrði leigutaka Félagsbústaða helst að jafnaði óbreytt.

Hækkun leiguverðs Félagsbústaða tekur gildi þann 1. ágúst næstkomandi. Leigutakar félagsins eiga von á bréfi frá félaginu um miðjan júlí þar sem innleiðing og áhrif hækkunarinnar á húsaleigu og hækkun húsnæðisstuðnings verður útskýrð nánar.

f.h. Félagsbústaða hf.

Auðun Freyr Ingvarsson
Framkvæmdastjóri

Rectangle 1701
Auglýst eftir óháðu stjórnarfólki Félagsbústaða
felagsbustadir-logo-animation2
Lokum fyrr á föstudaginn
Svidsstjori
Við leitum að nýjum sviðsstjóra eigna- og viðhaldssviðs
history-of-christmas-ornaments-1569621201
Jólakveðja
image
Breyting á eindaga húsaleigureikninga
lokad
Lokað á föstudaginn
easter-image-01
Gleðilega Páska!
Capture Alfreð
Vantar þig sumarstarf?

Að hverju ertu að leita?