Leigjendur sem hafa orðið fyrir atvinnumissi eða tekjufalli vegna áhrifa Covid-19 faraldursins geta sótt um greiðsludreifingu og þurfa samhliða umsókn að skila gögnum sem sýna að þeir uppfylli skilyrði til frestunar á greiðslum. Jafnframt verður Félagsbústöðum heimilt að sannreyna upplýsingarnar.
Heimildir til greiðsludreifingar eru veittar til allt að tveggja mánaða. Hægt er að dreifa greiðslum sem hér segir:
- Dreifing eins mánaðar leigugreiðslu í tvo til fjóra mánuði.
- Dreifing tveggja mánaða leigugreiðslna í tvo til fjóra mánuði.
- Dreifinga eins mánaðar leigugreiðslu á 6 mánaða tímabil
- Dreifingu tveggja mánaða leigugreiðslna á 6 mánaða tímabil.
- Dreifing eins mánaðar leigugreiðslu á 12 mánaða tímabil.
- Dreifing tveggja mánaða leigugreiðslna á 12 mánaða tímabil.
Ekki verða reiknaðir vextir vegna greiðsludreifingar.
Heimildirnar eru tímabundnar og gilda frá 1. apríl til og með 1. júní nk. Reglurnar verða endurskoðaðar fyrir lok maí með hliðsjón af ástandinu í þjóðfélaginu.
Umsókn um greiðsludreifingu óskast send ásamt fylgigögnum á innheimta@felagsbustadir.is
Athygli er vakin á því að hafi leigjendur orðið fyrir annars konar erfiðleikum vegna þess ástands sem nú ríkir er þeim bent á að kanna rétt sinn til fjárhagsaðstoðar hjá viðkomandi þjónustumiðstöð Velferðarsviðs.