Chat with us, powered by LiveChat

HÚSNÆÐISBÆTUR OG SÉRTÆKUR HÚSNÆÐISSTUÐNINGUR

Tilkynningar

Á greiðsluseðlum sem Félagsbústaðir senda út vegna íbúða sem félagið leigir út, er búið að draga frá bætur sem félagið fær greiddar vegna leiguíbúða, þ.e. almennar húsnæðisbætur frá vinnumálastofnun og sérstakan húsnæðisstuðning frá Reykjavíkurborg.  Bætur eru háðar efnahag leigutaka, en um hann hafa Félagabústaðir ekki vitneskju.  Ef leigutaki hefur ekki sótt um bætur koma þær ekki til frádráttar leigugreiðslu á greiðsluseðli og greiðslubyrði leigutaka hækkar.

Þeir leigutakar sem enn eiga eftir að sækja um húsnæðisbætur frá vinnumálstofnun og/eða sérstakan húsnæðisstuðning frá Reykjavíkurborg eru eindregið hvattir til að gera það strax. 

Í einhverjum tilfellum kann útreikningur bóta að vera skakkur samkvæmt greiðsluseðli.  Félagsbústaðir fengu rangar upplýsingar um bætur leigutaka og sendu í kjölfarið út greiðsluseðla með röngum upphæðum.  Fjárhæðir hafa nú verið leiðréttar eftir kostum með því að breyta kröfufjárhæð í bönkum leigutaka.   Þetta leiðir af sér ósamræmi í útsendum greiðsluseðlum og kröfu í banka.

Í öðrum tilfellum kunna forsendur útreikninga að hafa verið rangt tilkynntar eða skráðar í umsóknum til vinnumálastofnunar og/eða til Reykjavíkurborgar. 

Upplýsingar um útreikninga húsnæðisbóta má nálgast á vef Vinnumálastofnunar undir mínar síður.  Telji leigutakar Félagsbústaða að skekkja sé í útreikningi Vinnumálastofnunar á húsnæðisbótum er þeim bent á að hafa samband við stofnunina í síma 515 4800 eða með því að senda stofnuninni rafpóst á netfangið husbot@vmst.is .

Á vef Reykjavíkurborgar direct.reykjavik.is/sites/all/libraries/calculator/ má með aðstoð reiknivélar reikna út sérstakan húsnæðisstuðning út frá gefnum forsendum.  Telji leigutakar Félagsbústaða að skekkja sé í útreikningi Reykjavíkurborgar á sérstökum húsnæðisstuðningi er þeim bent á að hafa samband við þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar í sínu hverfi. 

ÞjónustumiðstöðSímanúmerTölvupóstfang
Árbæjar og Grafarholts411 1200arbaer-grafarholt@reykjavik.is
Breiðholts411 1300breidholt@reykjavik.is
Grafarvogs og Kjalarness – Miðgarður411 1400midgardur@reykjavik.is
Laugardals, Háaleitis og Bústaða411 1500laugardalur.haaleiti@reykjavik.is
Miðborgar og Vesturbæjar411 1600vmh@reykjavik.is
Þjónustuver Reykjavíkurborgar411 9000 

Ljóst er að um stóra breytingu er að ræða í allri umsýslu og útreikningi á húsnæðisbótum og við því að búast að þrátt fyrir að vandað hafi verið til undirbúnings gangi innleiðingin ekki alveg hnökralaust fyrir sig.  Þann 10. febrúar 2017 munum við fara yfir leiðréttingar sem kunna að hafa orðið á bótagreiðslum til leigutaka okkar og breyta ógreiddum bankakröfum til samræmis.  Hafi leigutakar ofgreitt til Félagsbústaða mun það koma til frádráttar á næsta greiðsluseðli frá félaginu.

Ég vona að viðskiptavinir okkar sýni þolinmæði meðan á þessum breytingum stendur og bið þá  velvirðingar sem hafa orðið fyrir óþægindum. 

 Auðun Freyr Ingvarsson

Framkvæmdastjóri Félagsbústaða hf.

Rectangle 1701
Auglýst eftir óháðu stjórnarfólki Félagsbústaða
felagsbustadir-logo-animation2
Lokum fyrr á föstudaginn
Svidsstjori
Við leitum að nýjum sviðsstjóra eigna- og viðhaldssviðs
history-of-christmas-ornaments-1569621201
Jólakveðja
image
Breyting á eindaga húsaleigureikninga
lokad
Lokað á föstudaginn
easter-image-01
Gleðilega Páska!
Capture Alfreð
Vantar þig sumarstarf?

Að hverju ertu að leita?