Chat with us, powered by LiveChat

RÁÐNING FRAMKVÆMDASTJÓRA

Tilkynningar

Sigrún Árnadóttir ráðin framkvæmdastjóri Félagsbústaða

Sigrún Árnadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Félagsbústaða, en hún hefur gegnt því starfi tímabundið frá því í október 2018 í kjölfar breytinga sem þá urðu á stjórnun félagsins. Hagvangur annaðist ráðningarferlið fyrir hönd stjórnar og var niðurstaða Hagvangs að Sigrún væri hæfust umsækjenda til að gegna starfi framkvæmdastjóra Félagsbústaða.

Sigrún starfaði á árunum 2010-2018 sem bæjarstjóri Sandgerðisbæjar og leiddi þar umbætur á fjárhags- og rekstrarstöðu bæjarins. Hún var verkefnastjóri hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra við samhæfingu og samantekt verkefna í kjölfar eldgosa á Suðurlandi. Á árunum 1993-2006 starfaði hún sem framkvæmdastjóri Rauða Krossins á Íslandi en hafði áður sinnti ýmsum verkefnum fyrir Rauða krossin við upplýsinga- og fræðslumál auk starfa fyrir Rauða krossinn í Kanada.

Sigrún lauk stúdentsprófi frá MH 1982, BA gráðu í félags- og fjölmiðlafræði 1988 og síðar MA gráðu í sálfræði frá háskólanum í Pace í New York.  Sigrún hefur setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum á vegum hins opinbera og fyrir hönd félagasamtaka.

„Ég hef ríkan metnað til að efla og styrkja starfsemi Félagsbústaða þannig að félagið verði enn betur í stakk búið til að sinna mikilvægu hlutverki sínu og skyldum. Það þarf að skýra betur tilgang og samfélagslegt mikilvægi fyrirtækisins fyrir íbúum höfuðborgarsvæðisins og tryggja samráð og góð tengsl við fulltrúa eigenda þess hjá Reykjavíkurborg og við leigjendur Félagsbústaða,“ segir Sigrún Árnadóttir framkvæmdastjóri Félagsbústaða.

Nánari upplýsingar:

Sigrún Árnadóttir, s: 5201500

Rectangle 1701
Auglýst eftir óháðu stjórnarfólki Félagsbústaða
felagsbustadir-logo-animation2
Lokum fyrr á föstudaginn
Svidsstjori
Við leitum að nýjum sviðsstjóra eigna- og viðhaldssviðs
history-of-christmas-ornaments-1569621201
Jólakveðja
image
Breyting á eindaga húsaleigureikninga
lokad
Lokað á föstudaginn
easter-image-01
Gleðilega Páska!
Capture Alfreð
Vantar þig sumarstarf?

Að hverju ertu að leita?