Chat with us, powered by LiveChat

ÞÓRA TIL FÉLAGSBÚSTAÐA

Fréttir

Þóra Þorgeirsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs hjá Félagsbústöðum. Þóra starfaði frá 2018 hjá Maskínu rannsóknum sem viðskiptastjóri í vinnustaðagreiningum og mannauðsráðgjöf. Hún hefur kennt vinnusálfræði og þjónandi forystu við Háskólann á Bifröst, fyrst stundakennslu og síðan sem lektor frá 2019.

Þóra útskrifaðist með doktorsgráðu í stjórnun árið 2017 frá School of Management við Háskólann í Cranfield í Bretlandi. Þóra lauk mastersgráðu í stefnumiðaðri stjórnun við Háskóla Íslands (HÍ) árið 2012 og B.A gráðu í frönsku með viðskiptafræði sem aukagrein við HÍ árið 2002.

Sigrún Árnadóttir framkvæmdastjóri Félagsbústaða:

„Hjá Félagsbústöðum starfar öflugur og metnaðarfullur hópur fólks með fjölbreyttan bakgrunn. Við erum afskaplega ánægð með að hafa fengið sterkan leiðtoga til að stýra þjónustu- og samskiptasviði Félagsbústaða og til að leiða breyttar áherslur í þjónustu við leigjendur“

Ný stjórn Félagsbústaða kjörin á aukaaðalfundi
rabakki
Írabakkinn fær andlitslyftingu
20221129_103046
Samkomulag um 12 íbúðir við Brekknaás
Háteigsvegur
Umfjöllun um Háteigsveg 59 í útvarpinu
Z90_6211
Öflug sjálfbærnistefna skilar grænum íbúðum
RGB_FF-2022-Ice-Red-Horz
Félagsbústaðir eru sjöunda árið í röð framúrskarandi fyrirtæki
Jorufell-1
Nýmálað og flott
Jafnvaegisvogin-ljosm-Silla-Pals-xxx-3
Félagsbústaðir hljóta Jafnvægisvogina 2022

Að hverju ertu að leita?