ÞÓRA TIL FÉLAGSBÚSTAÐA

Tilkynningar

Þóra Þorgeirsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs hjá Félagsbústöðum. Þóra starfaði frá 2018 hjá Maskínu rannsóknum sem viðskiptastjóri í vinnustaðagreiningum og mannauðsráðgjöf. Hún hefur kennt vinnusálfræði og þjónandi forystu við Háskólann á Bifröst, fyrst stundakennslu og síðan sem lektor frá 2019.

Þóra útskrifaðist með doktorsgráðu í stjórnun árið 2017 frá School of Management við Háskólann í Cranfield í Bretlandi. Þóra lauk mastersgráðu í stefnumiðaðri stjórnun við Háskóla Íslands (HÍ) árið 2012 og B.A gráðu í frönsku með viðskiptafræði sem aukagrein við HÍ árið 2002.

Sigrún Árnadóttir framkvæmdastjóri Félagsbústaða:

„Hjá Félagsbústöðum starfar öflugur og metnaðarfullur hópur fólks með fjölbreyttan bakgrunn. Við erum afskaplega ánægð með að hafa fengið sterkan leiðtoga til að stýra þjónustu- og samskiptasviði Félagsbústaða og til að leiða breyttar áherslur í þjónustu við leigjendur“

Félagsbústaðir bætir þjónustu við leigjendur
placeholder
Heitavatnslaust 19-21 ágúst í Breiðholti og Norðlingaholti
Rectangle 1701
Auglýst eftir óháðu stjórnarfólki Félagsbústaða
felagsbustadir-logo-animation2
Lokum fyrr á föstudaginn
Svidsstjori
Við leitum að nýjum sviðsstjóra eigna- og viðhaldssviðs
history-of-christmas-ornaments-1569621201
Jólakveðja
image
Breyting á eindaga húsaleigureikninga
lokad
Lokað á föstudaginn

Að hverju ertu að leita?