Chat with us, powered by LiveChat

UPPLÝSINGAR TIL LEIGJENDA VEGNA SÉRSTAKS HÚSNÆÐISSTUÐNINGS

Tilkynningar

Vegna áhrifa lagabreytingar sem snýr að útreikningi og leiðréttingum á örorkubótum hjá Tryggingastofnun munu húsnæðisbætur frá Íbúðalánasjóði og sérstakur húsnæðisstuðningur frá Reykjavíkurborg lækka eða falla niður hjá hluta leigjenda Félagsbústaða  nú um mánaðamótin.

Lagabreytingin tók gildi um miðjan júlí og er afturvirk til 1. janúar á þessu ári. Vegna þessa hafa bætur verið endurreiknaðar hjá bótaþegum Tryggingastofnunar og var greidd út leiðrétting í lok ágúst.  Þar sem þessar endurgreiðslur hafa áhrif á tekjutengingu við útreikning sérstaks húsnæðisstuðnings Reykjavíkurborgar lækkar hann eða fellur niður hjá þeim einstaklingum sem fengu leiðréttinguna.   Almennar húsnæðisbætur frá Íbúðalánasjóði lækka einnig í sumum tilfellum.

Ástæður þess að húsnæðisstuðningurinn breytist er annars vegar  vegna leiðréttingargreiðslu frá Tryggingastofnun fyrir tímabilið janúar til ágúst á þessu ári en með lagabreytingunni  fór skerðingarhlutfall tekna úr 100%  í 65%. Og hins vegar vegna hækkunar lífeyrisgreiðslna í kjölfar lagabreytingarinnar.

Nánar má sjá tilkynningu frá Tryggingastofnun um lagabreytinguna og áhrif hennar á heimasíðu stofnunarinnar.

Rectangle 1701
Auglýst eftir óháðu stjórnarfólki Félagsbústaða
felagsbustadir-logo-animation2
Lokum fyrr á föstudaginn
Svidsstjori
Við leitum að nýjum sviðsstjóra eigna- og viðhaldssviðs
history-of-christmas-ornaments-1569621201
Jólakveðja
image
Breyting á eindaga húsaleigureikninga
lokad
Lokað á föstudaginn
easter-image-01
Gleðilega Páska!
Capture Alfreð
Vantar þig sumarstarf?

Að hverju ertu að leita?