Eigandi Félagsbústaða, Reykjavíkurborg, skipar stjórn félagsins á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórn kemur saman að lágmarki ársfjórðungslega.
Stjórn Félagsbústaða er skipuð fimm aðalmönnum og jafnmörgum til vara. Stjórnin kemur saman að lágmarki ársfjórðungslega. Stjórnin er kosin á aðalfundi.
Í eigandastefnu Reykjavíkurborgar er kveðið á um kröfur og áherslur sem gerðar eru til Félagsbústaða og snúa að skipulagi, stjórnarháttum, ábyrgð, sjálfstæði, hagsmunum og fl. Samkvæmt eigandastefnunni ber stjórn félagsins að tryggja gagnsæja, faglega og skilvirka stjórnun félagsins.
Stjórn Félagsbústaða hefur sett sér starfsreglur með hliðsjón af lögum um hlutafélög og leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja.
Áhættunefnd er skipuð af stjórn og í henni eiga sæti þrír fulltrúar. Áhættunefnd gegnir m.a. því hlutverki að hafa eftirlit með framkvæmd áhættustýringar og leggja mat á hagnýtt gildi áhættustefnu.
Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar er jafnframt endurskoðunarnefnd Félagsbústaða. Hlutverk hennar er m.a. að hafa eftirlit með vinnuferli við gerð reikningsskila og fyrirkomulagi og virkni innra eftirlits.
Mánudagar - fimmtudagar
09:00-15:00
Föstudagar
09:00-14:00
Lokað um helgar