Chat with us, powered by LiveChat

HÆKKUN HÚSALEIGU

Announcements

Borgarráð hefur samþykkt 5% hækkun á leiguverði Félagsbústaða og tekur hækkunin gildi 1. ágúst og er sú sama fyrir allar leigueiningar.


Á undanförnum misserum hafa orðið hækkanir á rekstarliðum Félagsbústaða eins fasteignagjöldum og vaxtakostnaði sem hafa haft neikvæð áhrif á rekstur félagsins. Því er þessi hækkun nauðsynleg til að rekstur Félagsbústaða verði áfram sjálfbær.


Samhliða hækkun húsaleigu hefur Reykjavíkurborg samþykkt breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning frá 1. júlí. Það hefur í för með sér að fleiri leigjendur eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi og upphæð stuðnings hækkar hjá flestum leigjendum sem eiga rétt á sérstökum stuðningi.
Félagsbústaðir munu senda bréf til leigutaka í byrjun júlí með upplýsingum um breytingu leiguverðs.
Hægt er að skoða reglur Reykjavíkurborgar um sérstakan húsnæðisstuðning og finna tengil á reiknivél á heimasíðu Reykjavíkurborgar.

Rectangle 1701
Auglýst eftir óháðu stjórnarfólki Félagsbústaða
felagsbustadir-logo-animation2
Lokum fyrr á föstudaginn
Svidsstjori
Við leitum að nýjum sviðsstjóra eigna- og viðhaldssviðs
history-of-christmas-ornaments-1569621201
Jólakveðja
image
Breyting á eindaga húsaleigureikninga
lokad
Lokað á föstudaginn
easter-image-01
Gleðilega Páska!
Capture Alfreð
Vantar þig sumarstarf?

What are you looking for?