Í byrjun febrúar var haldinn aukaaðalfundur Félagsbústaða og var þar m.a. kjörin ný fimm manna stjórn fyrir félagið og fimm varamenn.
Stjórnina skipa Haraldur Flosi Tryggvason sem gegnt hefur stöðu stjórnarformanns Félagsbústaða, Ellý Alda Þorseinsdóttir, Magnús Davíð Norðdahl, Kjartan Magnússon og Ragnheiður Björk Halldórsdóttir. Varamenn eru Arent Orri Jónsson, Helgi Áss Grétarsson, Kolbrún Garðarsdóttir, Rannveig Ernudóttir og Steinunn Bergmann.
Fráfarandi stjórn var skipuð þremur fulltrúum, Haraldi Flosa Tryggvasyni, Heiðu Björg Hilmisdóttur og Laufeyju Ólafsdóttur.
Um leið og Heiðu Björgu og Laufeyju eru þökkuð stjórnarstörf er nýkjörinni stjórn óskað velfarnaðar í sínum störfum.