Chat with us, powered by LiveChat

RÁÐSTEFNA JAFNVÆGISVOGARINNAR – FÉLAGSBÚSTAÐIR TAKA VIÐ VIÐURKENNINGU

News

Félagsbústaðir tóku við viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar á ráðstefnunni Jafnrétti er ákvörðun sem fram fór í Útvarpshúsinu 14. október síðastliðinn. Áður hafa Félagsbústaðir hlotið gullmerki Jafnvægisvogarinnar. Sú viðurkenning er veitt fyrirtækjum og stofnunum sem unnið hafa á framúrskarandi hátt að markmiðum Jafnvægisvogarinnar í rekstri sínum.

Jafnvægisvogin er samstarfsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu, forsætisráðuneytisins, Sjóvá, Deloitte og Pipar/TBWA. Verkefnið vekur fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög til umhugsunar um mikilvægi fjölbreytileika og jafnvægi með auknum jöfnuði kynja í stjórnunarstöðum.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ávarp en á meðal fyrirlesara voru Eliza Reid forsetafrú, Sunna Dóra Einarsdóttir, Rannveig Rist og Magnús Harðarson.

Myndirnar tók Silla Páls.

mynd mneð frétt
Breytingar til jöfnunar leiguverðs íbúða Félagsbústaða
Skoflustunga-Brekknaas-1
Hannað með tilliti til þarfa væntanlegra íbúa hússins
image-1
Samningur um nýbyggingu við Brekknaás
merki-fjorflokkarnir
Breytingar á sorphirðu og flokkun
23051902_skoflust_016.t64676b73.m800
Stefnt að 30% minna kolefnisspori við byggingu íbúðakjarna fyrir fatlað fólk
Picture1
Utanhússframkvæmdir að Barónsstíg 30 og Bergþórugötu 41-45, sumarið 2023
image0
Kynningarfundur vegna útboðs á nýbyggingu íbúðakjarna við Háteigsveg 59
Ný stjórn Félagsbústaða kjörin á aukaaðalfundi

What are you looking for?