RÁÐSTEFNA JAFNVÆGISVOGARINNAR – FÉLAGSBÚSTAÐIR TAKA VIÐ VIÐURKENNINGU

Fréttir

Félagsbústaðir tóku við viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar á ráðstefnunni Jafnrétti er ákvörðun sem fram fór í Útvarpshúsinu 14. október síðastliðinn. Áður hafa Félagsbústaðir hlotið gullmerki Jafnvægisvogarinnar. Sú viðurkenning er veitt fyrirtækjum og stofnunum sem unnið hafa á framúrskarandi hátt að markmiðum Jafnvægisvogarinnar í rekstri sínum.

Jafnvægisvogin er samstarfsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu, forsætisráðuneytisins, Sjóvá, Deloitte og Pipar/TBWA. Verkefnið vekur fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög til umhugsunar um mikilvægi fjölbreytileika og jafnvægi með auknum jöfnuði kynja í stjórnunarstöðum.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ávarp en á meðal fyrirlesara voru Eliza Reid forsetafrú, Sunna Dóra Einarsdóttir, Rannveig Rist og Magnús Harðarson.

Myndirnar tók Silla Páls.

nýir starfsmenn
Nýir starfsmenn Félagsbústaða á árinu 2024
Sjálfbærniskýrlsa Félagsbústaða 2023
download
Spennandi og áhugavert starf sviðsstjóra þjónustusviðs hjá Félagsbústöðum er laust til umsóknar
my
Ánægja leigjenda Félagsbústaða með húsnæði og þjónustu eykst milli mælinga
WeAreHiring
Okkur vantar hressan sérfræðing í leigjendamálum
Sambýlið við Hagasel 23
Fyrsta opinbera byggingin sem hlýtur Svaninn
Askur
Veglegur styrkur úr Aski mannvirkjasjóði
Opnun á íbúðaskjarna að Vesturgötu 67
Nýr og glæsilegur íbúðakjarni við Vesturgötu

Að hverju ertu að leita?