ÁRSHLUTAREIKNINGUR 30.06.2018

Fréttir

Stjórn Félagsbústaða hf. samþykkti árshlutareikning  30.06. 2018 á fundi sínum í dag. Helstu kennitölur reikningsins eru:

  • Rekstrartekjur tímabilsins námu 1.968 millj.kr.
  • Afkoma tímabilsins fyrir fjármagnsliði (EBIT) nam 879 millj.kr. eða 44,7% af rekstrartekjum
  • Matshækkun fjárfestingaeigna fyrir tímabilið nam 1.546 millj.kr.
  • Hagnaður tímabilsins nam 1.367 millj.kr.
  • Virði fjárfestingareigna í lok tímabilsins er 79.933 millj.kr.
  • Eigið fé í lok tímabilsins er 41.623 millj.kr.
  • Eiginfjárhlutfall í lok tímabilsins er 51,9%
  • Vaxtaberandi skuldir í lok tímabils nema 37.079 millj.kr.

Félagsbústaðir eru með skráð skuldabréf í Kauphöll Íslands og fylgir þeim reglum sem gilda um skráð félög. Samþykktir félagsins kveða einnig á um fyrirkomulag ýmissa þátta í starfseminni og eru aðgengilegar á vefsíðu þess ásamt þeim lögum sem gilda um félagið.

Rekstur og afkoma

Rekstrartekjur Félagsbústaða á fyrri helmingi 2018 námu 1.968 millj.kr. og jukust um 12% milli ára en þar munar mest um 5% hækkun leiguverðs sem tók gildi 1. ágúst 2017 og stækkun eignasafnsins.  Rekstur og viðhald eigna hækkar í takt við stækkun og verðlag. Rekstrarhagnaðarhlutfall (EBIT%) er nokkuð lægra en á fyrra ári eða 44,7% s.b.v. 47,4% fyrir sama tímabil 2017.

Eignasafn og efnahagur

Heildareignir félagsins námu 80.203 millj.kr. í lok tímabilsins en þær jukust um 3,3% frá ársbyrjun. Fjárfestingareignir jukust um 3,5% eða 2.667 millj.kr., fjárfest var fyrir 1.122 millj.kr. og matsbreyting nam 1.545 millj.kr.. Ný langtímalán námu 2.072 millj.kr. á tímabilinu, þar af vegna skuldabréfaútgáfu 2.051 millj.kr. og 21 millj.kr. eru stofnframlög frá ríki. Eigið fé hækkaði um tæplega 1,4 milljarða frá ársbyrjun 2018. Eiginfjárhlutfall í lok tímabils var 51,9% en 51,8% í lok árs 2017. Vísað er til ársreikningsins um ráðstöfun hagnaðar og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum.

Skuldabréfaútboð

Á síðastliðnu ári var undirbúið skuldabréfaútboð á vegum félagsins.  Með setningu laga nr. 52/2016 er hagkvæmt fyrir félagið að sækja um stofnframlög til að fjármagna stækkun eignasafnsins.  Á móti stofnframlögum, sem í tilfelli Félagsbústaða geta numið allt að 34% af stofnverði, þarf að fjármagna skuldir sem er talið hagstætt af félaginu að gera með útgáfu á skuldabréfum sem skráð eru á skuldbréfamarkaði.  Fyrsta útboð félagsins á skuldabréfum fór fram 11. janúar 2018 og stefnir félagið á að vera reglulegur útgefandi skuldabréfa árinu 2018.

Þróun eignasafns

Félagsbústaðir gengu frá kaupum á 25 fasteignum á fyrri helmingi 2018 en félagið áformar að fjölga leigueiningum um 124 árið 2018. Það verði aðallega gert með kaupum á íbúðum á almennum markaði.  Félagsbústaðir tóku í notkun 2 búsetukjarna fyrir fatlaða einstaklinga nú á vormánuðum.

Nánari upplýsingar veitir:

Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri, audun@felagsbustadir, sími 520 1500

Framurskarandi-fyrirtaeki-2024
FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI 2024
nýir starfsmenn
Nýir starfsmenn Félagsbústaða á árinu 2024
Sjálfbærniskýrlsa Félagsbústaða 2023
download
Spennandi og áhugavert starf sviðsstjóra þjónustusviðs hjá Félagsbústöðum er laust til umsóknar
my
Ánægja leigjenda Félagsbústaða með húsnæði og þjónustu eykst milli mælinga
WeAreHiring
Okkur vantar hressan sérfræðing í leigjendamálum
Sambýlið við Hagasel 23
Fyrsta opinbera byggingin sem hlýtur Svaninn
Askur
Veglegur styrkur úr Aski mannvirkjasjóði

Að hverju ertu að leita?