Chat with us, powered by LiveChat

ÁRSHLUTAREIKNINGUR 30.06.2019

Fréttir

Félagsbústaðir – Árshlutareikningur 30.06.2019

Stjórn Félagsbústaða hf. samþykkti árshlutareikning  30.06. 2019 á fundi sínum í dag. Helstu kennitölur reikningsins eru:

  • Rekstrartekjur tímabilsins námu 2.321 millj.kr.
  • Afkoma tímabilsins fyrir fjármagnsliði (EBIT) nam 473 millj.kr. eða 50,4% af rekstrartekjum
  • Matshækkun fjárfestingaeigna fyrir tímabilið nam 3.386 millj.kr.
  • Virði fjárfestingareigna í lok tímabilsins er 88.477 millj.kr.
  • Eigið fé í lok tímabilsins er 45.876 millj.kr.
  • Eiginfjárhlutfall í lok tímabilsins er 51,2%
  • Vaxtaberandi skuldir í lok tímabils nema 41.589 millj.kr.

Félagsbústaðir eru með skráð skuldabréf í Kauphöll Íslands og fylgja þeim reglum sem gilda um skráð félög. Samþykktir félagsins kveða einnig á um fyrirkomulag ýmissa þátta í starfseminni og eru þær aðgengilegar á vefsíðu þess ásamt þeim lögum sem gilda um félagið.

Rekstur og afkoma

Rekstrartekjur Félagsbústaða á öðrum ársfjórðungi 2019 námu 2.321 millj.kr. og jukust um 7,5% milli ára en þar munar mest um verðbólguhækkun og stækkun eignasafnsins.  Rekstur og viðhald eigna lækkar um 40 m.kr. eða um 3,7% á milli ára. Rekstrarhagnaðarhlutfall (EBIT%) er hærra en á fyrra ári eða 50,4% samanborið við 44,7% fyrir sama tímabil 2018.

Eignasafn og efnahagur

Heildareignir félagsins námu 89.452 millj.kr. í lok tímabilsins en þær jukust um 6,9% frá ársbyrjun. Fjárfestingareignir jukust um 6,3% eða 5.274 millj.kr., fjárfest var fyrir 1.809 millj.kr. og matsbreyting nam 3.465 millj.kr. Tekin voru ný langtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 3.000 millj.kr. en stofnframlög frá ríki og borg námu 304 millj.kr. á tímabilinu. Eigið fé hækkaði um ríflega 3.235 millj.kr. frá ársbyrjun 2019. Eiginfjárhlutfall í lok tímabils var 51,2% en 51,9% í lok árs 2018. Vísað er til ársreikningsins um ráðstöfun hagnaðar og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum.

Skuldabréfaútboð

Félagsbústaðir munu á næstunni gefa út í fyrsta skipti svonefnd samfélagsskuldabréf. Tilgangur útgáfunnar er meðal annars að fjármagna frekari fjárfestingar í leiguhúsnæði á vegum félagsins, en stefnt er að því að fjölga íbúðum Félagsbústaða um a.m.k. 520 fram til ársins 2022.

Þróun eignasafns

Félagsbústaðir keyptu 22 fasteignir á fyrstu 6 mánuðum 2019 en félagið áformar að fjölga leigueiningum um 125 á árinu. Það verður aðallega gert með kaupum á nýjum íbúðum á almennum markaði.

Nánari upplýsingar veitir:

Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri, sigrun@felagsbustadir, sími 520 1500

Sambýlið við Hagasel 23
Fyrsta opinbera byggingin sem hlýtur Svaninn
Askur
Veglegur styrkur úr Aski mannvirkjasjóði
Opnun á íbúðaskjarna að Vesturgötu 67
Nýr og glæsilegur íbúðakjarni við Vesturgötu
mynd mneð frétt
Breytingar til jöfnunar leiguverðs íbúða Félagsbústaða
Skoflustunga-Brekknaas-1
Hannað með tilliti til þarfa væntanlegra íbúa hússins
image-1
Samningur um nýbyggingu við Brekknaás
merki-fjorflokkarnir
Breytingar á sorphirðu og flokkun
23051902_skoflust_016.t64676b73.m800
Stefnt að 30% minna kolefnisspori við byggingu íbúðakjarna fyrir fatlað fólk

Að hverju ertu að leita?