ÁRSHLUTAREIKNINGUR FYRSTU 3 MÁNUÐI 2018

Fréttir

Félagsbústaðir hf., eru hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar, sem eiga og reka félagslegt leiguhúsnæði sem úthlutað er af Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Markmið félagsins er að starfa í þágu almannaheilla og skal rekstur þess vera sjálfbær. Félagið á og rekur ríflega 2.500 íbúðir í Reykjavík.

Rekstur og afkoma

Rekstrartekjur Félagsbústaða hf. á tímabilinu námu 975,9 millj. kr. sem er 14,6% aukning tekna frá sama tímabili 2017.

Rekstrargjöld námu samtals 496,2 millj. kr. og hækkuðu miðað við sama tímabil 2017 um 5,8%. Af einstökum rekstrarþáttum hækkaði rekstrarkostnaður fasteigna um 11,0% og fasteigna- og brunabótaiðgjöld um 23,8%. Viðhald og framkvæmdir lækka hinsvegar um 2,6%.

Rekstrarhagnaður Félagsbústaða hf. fyrir vaxtagjöld, verðbætur lána og matsbreytingu fjárfestingaeigna jókst um 23,8% miðað við sama tímabil 2017, úr 382 millj. kr. í 473 millj. kr. eða um 23,7%

Hrein vaxtagjöld námu 285 millj. kr. og jukust um 7,8% milli tímabila, vaxtaþekja rekstrarhagnaðar tímabilsins í ár var 1,67 miðað við 1,45 fyrir sama tímabil á fyrra ári.

Rekstrarafkoma Félagsbústaða hf. fyrir verðlagsbreytingar lána og matsbreytingu eigna nam 188 millj. kr. á tímabilinu miðað við 118 millj. kr. fyrir sama tímabil 2017 sem er 59,3% hækkun. Verðbreyting lána nam samtals 276 millj. kr. á tímabilinu.

Við mat á eignum Félagsbústaða til útleigu er stuðst við fasteignamat sem Þjóðskrá Íslands reiknar og tekur gildi í upphafi árs 2018 (verðmæti m.v. feb 2017), að teknu tilliti til 10% hækkunar á vísitölu íbúðaverðs í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu frá febrúar 2017 til loka tímabilsins. Matsbreyting fjárfestingaeigna félagsins nam 1.447 mkr á fyrsta ársfjórðungi 2018 en var 4.046 mkr fyrir sama tímabil árið 2017.

Hagnaður Félagsbústaða hf. nam 1.359 millj.kr. á tímabilinu en var 4.074 millj.kr. á sama tímabili árið 2017.

Efnahagsreikningur 31.03.2018

Heildareignir Félagsbústaða hf. 31.03.2018 námu 79.412 milljörðum kr. og jukust um 1.746 millj. kr. frá áramótum eða um 2,2%. Matsbreytingar fjárfestingaeigna og stækkun eignasafns skýra eignaaukninguna að stærstum hluta. Eigið fé félagsins nam 41,6 milljörðum.kr. þann 31.03.2018 og jókst um tæpa 1,4 milljarða kr. frá áramótum eða um 3,4%. Eiginfjárhlutfall var 52,4% þann 31.03.2018 en var 51,8% í árslok 2017.

Sjá Árshlutareikning hér.

nýir starfsmenn
Nýir starfsmenn Félagsbústaða á árinu 2024
Sjálfbærniskýrlsa Félagsbústaða 2023
download
Spennandi og áhugavert starf sviðsstjóra þjónustusviðs hjá Félagsbústöðum er laust til umsóknar
my
Ánægja leigjenda Félagsbústaða með húsnæði og þjónustu eykst milli mælinga
WeAreHiring
Okkur vantar hressan sérfræðing í leigjendamálum
Sambýlið við Hagasel 23
Fyrsta opinbera byggingin sem hlýtur Svaninn
Askur
Veglegur styrkur úr Aski mannvirkjasjóði
Opnun á íbúðaskjarna að Vesturgötu 67
Nýr og glæsilegur íbúðakjarni við Vesturgötu

Að hverju ertu að leita?