ÁRSREIKNINGUR 2017

Fréttir

Félagsbústaðir hf, sem eru hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar, eiga og reka félagslegt leiguhúsnæði sem úthlutað er af Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Markmið félagsins er að starfa í þágu almannaheilla og skal rekstur þess vera sjálfbær.

ÁRSREIKNINGUR FÉLAGSBÚSTAÐA HF. 2017

Stjórn Félagsbústaða hf. samþykkti ársreikning 2017 á fundi sínum í dag. Helstu kennitölur reikningsins eru:

Félagsbústaðir eru með skráð skuldabréf í Kauphöll Íslands og fylgir þeim reglum sem gilda um skráð félög. Samþykktir félagsins kveða einnig á um fyrirkomulag ýmissa þátta í starfseminni og eru aðgengilegar á vefsíðu þess ásamt þeim lögum sem gilda um félagið.

REKSTUR OG AFKOMA

Rekstrartekjur Félagsbústaða á árinu 2017 námu 3.678 millj. og jukust um 11% milli ára en þar munar mest um stækkun eignasafnsins og 5% hækkun leiguverðs sem tók gildi 1.ágúst. Rekstur og viðhald eigna hækkar í takt við stækkun og verðlag. Launakostnaður hækkar talsvert á milli ára, en mestu munar um lífeyrisskuldbindingu við Brú lífeyrissjóð 45 millj. kr., sem er einsskiptis gjaldaliður gerður upp í rekstri ársins 2017. Rekstrarhagnaðarhlutfall (EBIT%) er nokkuð lægra en á fyrra ári eða 45,0% s.b.v. 45,9% árið 2016.  Ef tillit er tekið til uppgjörs við Brú er EBIT  46,2% og hækkar því frá fyrra ári.

EIGNASAFN OG EFNAHAGUR

Heildareignir félagsins námu 77.666 millj. kr. í árslok 2017 en þær jukust um 14,6%. Fjárfestingaeignir jukust um 17,7% eða 11.611 millj. kr., fjárfest var fyrir 4.007 millj. kr. og matsbreyting nam 7.604 millj. kr. Tekin ný langtímalán nema 340 millj. kr.á árinu, þar af eru stofnframlög frá ríki og sveitarfélagi 191 millj. kr. en þetta er í fyrsta sinn sem félagið fær greidd stofnframlög. Félagið skuldar lánastofnun 1.881 millj. kr. aðallega vegna íbúðakaupa og framkvæmda. Félagið mun fjármagna þá skuld með langtímalánum og stofnframlögum árið 2018. Vísað er til ársreikningsins um ráðstöfun hagnaðar og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum.

SKULDABRÉFAÚTBOÐ

Á árinu var undirbúið skuldabréfaútboð á vegum félagsins.  Með setningu laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir sem tóku gildi á miðju árinu 2016 er hagkvæmt fyrir félagið að sækja um stofnframlög til að fjármagna stækkun eignasafnsins.  Á móti stofnframlögum, sem í tilfelli Félagsbústaða geta numið allt að 34% af stofnverði, þarf að fjármagna skuldir sem af félaginu er talið hagstætt að gera með útgáfu á skuldabréfum sem skráð eru á skuldbréfamarkaði.  Fyrsta útboð félagsins á skuldabréfum fór fram 11. janúar 2018 og stefnir félagið á að vera reglulegur útgefandi skuldabréfa á árinu 2018.

LEIGUVERÐSKERFI

Leiguverðskerfi félagsins var tekið til endurskoðunar á árinu.  Í nýju leiguverðskerfi er leiguverð einstakra leigueininga í langflestum tilfellum ákvarðað sem hlutfall af fasteignamati þeirra árið 2017. Skiptir félagið Reykjavík í fjögur leiguhverfi í þessum tilgangi á sama hátt og gert er í leiguverðsgreiningu Þjóðskrár Íslands og ákvarðar leigustuðla fyrir hvert hverfi. Margfeldi leigustuðla og fasteignamats eigna ákvarða leiguverð þeirra. Ef ekki er til fasteignamat fyrir leigueiningu er leiguverð ákvarðað út frá leigustuðlum og flatarmáli leigueiningar.

HÆKKUN LEIGUVERÐS

Til að tryggja sjálfbærni í rekstri var í ágústmánuði 2017 leiguverð allra leigueininga hækkað um 5%.  Á sama tíma var sértækur húsnæðisstuðningur hækkaður hjá Reykjavíkurborg.  Að jafnaði hækkaði því greiðslubyrði leigutaka Félagsbústaða óverulega vegna hækkunar á leiguverði.  Áætlað er að leiguverð hækki aftur um 5% á seinni hluta ársins 2018.

ÁHÆTTUSTEFNA

Áhættustefna var samþykkt í stjórn félagsins á árinu.  Meginmarkmið með áhættustefnunni er að tryggja að Félagsbústaðir geti sinnt tilgangi sínum og rækt skyldur sínar gagnvart viðskiptavinum sínum  með sem minnstri röskun sökum þróunar ýmissa þátta í rekstrarumhverfi félagsins.

ÞRÓUN EIGNASAFNS

Félagsbústaðir gengu frá kaupum á 56 fasteignum á árinu 2017.  Félagið áformar að fjölga leigueiningum um 124 árið 2018. Það verði aðallega gert með kaupum á íbúðum á almennum markaði.  Á vegum Félagsbústaða eru í smíðum 2 búsetukjarnar fyrir fatlaða einstaklinga sem ráðgert er að verði teknir í notkun á miðju ári 2018.

Sjá ársreikning hér.

NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITIR

Auðun Freyr Ingvarsson

Framkvæmdastjóri Félagsbústaða hf.

audun@felagsbustadir, sími 520 1500

nýir starfsmenn
Nýir starfsmenn Félagsbústaða á árinu 2024
Sjálfbærniskýrlsa Félagsbústaða 2023
download
Spennandi og áhugavert starf sviðsstjóra þjónustusviðs hjá Félagsbústöðum er laust til umsóknar
my
Ánægja leigjenda Félagsbústaða með húsnæði og þjónustu eykst milli mælinga
WeAreHiring
Okkur vantar hressan sérfræðing í leigjendamálum
Sambýlið við Hagasel 23
Fyrsta opinbera byggingin sem hlýtur Svaninn
Askur
Veglegur styrkur úr Aski mannvirkjasjóði
Opnun á íbúðaskjarna að Vesturgötu 67
Nýr og glæsilegur íbúðakjarni við Vesturgötu

Að hverju ertu að leita?