Chat with us, powered by LiveChat

ÁRSREIKNINGUR 2019

Fréttir

Stjórn Félagsbústaða hf. samþykkti ársreikning félagsins 2019 á fundi sínum í dag 6.mars.

HAGNAÐUR VEGNA HÆKKUNAR Á EIGNASAFNI

Hagnaður félagsins nam 4.497 millj.kr. er hann allur tilkominn vegna hækkunar á virði eigna, sá hagnaður verður ekki innleystur nema með eignasölu.

Sjóðstreymi FB sýnir að handbært fé frá rekstri var 930 millj.kr. samanborið við 558 millj.kr. árið áður. Afborganir lána nema 824 millj.kr. Helstu kennitölur reikningsins eru:

Rekstrartekjur ársins námu 4.500 millj.kr.
Afkoma ársins fyrir fjármagnsliði (EBIT) nam 2.414 millj.kr. eða 46,1% af rekstrartekjum
Matshækkun fjárfestingareigna á árinu námu 4.790 millj.kr.
Virði fjárfestingareigna í lok ársins er 92.127 millj.kr.
Eigið fé í lok ársins er 47.230 millj.kr.
Eiginfjárhlutfall í lok ársins er 50,9%
Vaxtaberandi skuldir í lok tímabils nema 42.835 millj.kr.
Rekstur og afkoma

Rekstrartekjur Félagsbústaða ársins 2019 námu 4.500 millj.kr. og jukust um 11,7% milli ára en þar munar mest um verðbólguhækkun og stækkun eignasafnsins. Rekstur og viðhald eigna hækkar um 181 m.kr. eða um 10,2% á milli ára. Rekstrarhagnaðarhlutfall (EBIT%) er prósenti hærra en á fyrra ári eða 46,1% samanborið við 45,1% árið 2018.

EIGNASAFN OG EFNAHAGUR

Heildareignir félagsins námu 93.734 millj.kr. í lok ársins en þær jukust um ríflega 12% frá ársbyrjun. Fjárfestingareignir jukust um 10,7% eða 8.923 millj.kr., fjárfest var fyrir 4.030 millj.kr. og matsbreyting nam 4.893 millj.kr. Heildaskuldir nema 44.886 millj.kr. og hafa hækkað um 4.848 millj.kr. á árinu. Eigið fé hækkaði um tæplega 11% milli ára. Eiginfjárhlutfall í lok árs var 50,9% en 50,4% í lok árs 2018. Vísað er til ársreikningsins um ráðstöfun hagnaðar og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum.

SKULDABRÉFAÚTBOÐ

Félagsbústaðir eru með skráð skuldabréf í Kauphöll Íslands og fylgja þeim reglum sem gilda um skráð félög. Samþykktir félagsins kveða einnig á um fyrirkomulag ýmissa þátta í starfseminni og eru þær aðgengilegar á vefsíðu þess ásamt þeim lögum sem gilda um félagið.

Í nóvember 2019 gaf félagið út í nýjum skuldabréfaflokki, svonefnd félagsleg skuldabréf, þau fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Skuldabréfaflokkurinn, FB100366 SB, er verðtryggður til 47 ára og ber einfalda ábyrgð Reykjavíkurborgar. Alls voru hafa verið gefnar út 9.900 milljónir að nafnvirði í skuldabréfaflokknum. Flokkurinn verður tekinn til viðskipta á Sustainable Bond markaði Nasdaq Iceland.

ÞRÓUN EIGNASAFNS

Félagsbústaðir keyptu 112 fasteignir á árinu en félagið áformaði að fjölga leigueiningum um 125 á árinu og 144 á yfirstandandi ári.

Nánari upplýsingar veitir:

Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri, sigrun@felagsbustadir, sími 520 1500

my
Ánægja leigjenda Félagsbústaða með húsnæði og þjónustu eykst milli mælinga
WeAreHiring
Okkur vantar hressan sérfræðing í leigjendamálum
Sambýlið við Hagasel 23
Fyrsta opinbera byggingin sem hlýtur Svaninn
Askur
Veglegur styrkur úr Aski mannvirkjasjóði
Opnun á íbúðaskjarna að Vesturgötu 67
Nýr og glæsilegur íbúðakjarni við Vesturgötu
mynd mneð frétt
Breytingar til jöfnunar leiguverðs íbúða Félagsbústaða
Skoflustunga-Brekknaas-1
Hannað með tilliti til þarfa væntanlegra íbúa hússins
image-1
Samningur um nýbyggingu við Brekknaás

Að hverju ertu að leita?